fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Á hreindýraslóðum í töfrandi náttúrufegurð Austfjarða

Kynning

Skjöldólfsstaðir á Jökuldal – Gisting og fjölbreytt afþreying

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. júlí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal er rekið aðlaðandi gistiheimili með góðri aðstöðu fyrir alla ferðalanga. Hvort sem er hópa sem vilja borða saman í virðulegum sal, eða ferðalanga sem gista í tjaldi. Á Skjöldólfsstöðum er hægt að mæta óskum allra. Gistiheimilið er í dag með 12 herbergi, tvö eins manns, níu tveggja manna og eitt fjögurra manna. Herbergin er hægt að panta uppábúin eða sem svefnpokapláss. Verið er að leggja lokahönd á tíu tveggja manna herbergi, með uppábúnum rúmum, sem ráðgert er að taka í gagnið um mánaðamótin júní/júlí.

Í stofunni sem er tjaldsvæðinu er góð aðstaða fyrir varðeld og oftar en ekki er brostið í söng
Hákonarstofa Í stofunni sem er tjaldsvæðinu er góð aðstaða fyrir varðeld og oftar en ekki er brostið í söng

Hægt er að fá barnarúm. Sameiginleg baðaðstaða og innifalinn er aðgangur að heitum potti og sundlaug.

Skjöldólfsstaðir státa af rúmgóðu tjaldsvæði með aðgangi að rafmagni. Sturtur, heitur pottur og sundlaugin eru innifalin í verði inn á tjaldsvæðið. Í Hákonarstofu sem staðsett er á tjaldsvæðinu er hægt að sitja við opinn eld og orna sér á fallegum sumarkvöldum. Ekki gleyma gítarnum

Hreindýrabollur, áfengi og ís

Fjölbreytt veitingasala er á Skjöldólfsstöðum. Boðið er upp á mat, kaffi og áfengi ásamt gosi, ís og sælgæti. Á matseðli er meðal annars matur úr Héraði: silungur, lamb og hreindýr. Hægt er að fá hreindýrabollur, kjötsúpu, hreindýra- og lambaborgara, steikur og fleira. Með kaffinu er boðið upp á heimabakað bakkelsi.

Á neðri hæð veitingasalar er barnahorn með sjónvarpi, dvd-spilara, leikföngum, dýnum og púðum. Á staðnum fást einnig minjagripir úr Héraði.

Dansleikir, fundir og ráðstefnur

Góður veislusalur er á Skjöldólfsstöðum sem tekur allt að 120 manns í sæti. Þar er tilvalið að halda brúðkaup, afmæli, fermingar, erfidrykkjur, árshátíðir, dansleiki, fundi, ráðstefnur og fleira.

Góð aðstaða er til að sýna hvers kyns myndir og halda fyrirlestra en skjávarpi og tjald eru á staðnum.

Ýmsir viðburðir eru ár hvert haldnir á Skjöldólfsstöðum. Fyrstu helgina í júní er árleg opnunarhátíð með ýmsum viðburðum fyrir börn og fullorðna. Árlega er haldið upp á afmæli Hákonar Aðalsteinssonar skálds þann 13. júlí. Vegna framkvæmdanna verður þessum tveimur viðburðum þó fagnað saman í júlí þetta árið. Fyrstu helgina í september er dansleikur en Geirmundur Valtýsson hefur spilað á þeim dansleik síðustu 20 ár. Að auki eru viðburðir sem eru auglýstir sérstaklega.

Skjöldólfsstaðir á Jökuldal
Sími: 471-1085 og 895-1085
Netfang: allij@centrum.is
Heimasíða: www.ahreindyraslodum.is
Facebook: www.facebook.com/ahreindyraslodum/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni