fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Þyngdin er aukaatriði: 10 kílóum þyngri en lítur miklu betur út

Heilsubloggarinn Kelsey Wells hvetur fólk til að hætta að einblína á vigtina

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef aldrei verið vöðvameiri eða með minni fituprósentu en núna,“ segir hin tuttugu og sex ára gamla Kelsey Wells. Margir eiga það til að einblína á vigtina þegar kemur að því að koma sér í form. Staðreyndin er samt sú að kílóafjöldinn segir langt því frá alla söguna eins og Kelsey sýnir og sannar.

Kelsey er virtur heilsubloggari og á myndunum hér að ofan má sjá þrjár myndir af henni sem teknar eru á mismunandi tímum. Á myndinni lengst til vinstri er Kelsey 65 kíló, á myndinni í miðjunni er hún 55 kíló og á myndinni lengst til hægri er hún 63 kíló.

Í færslu sem vakið hefur mikla athygli hvetur Kelsey konur – og karla – til að hætta að einblína á vigtina og kílóafjöldann. Hún segir að fólk ætti fremur að einbeita sér að því að komast í gott form – eins og myndirnar sýni geti kílóafjöldinn ruglað fólk í ríminu.

Kelsey er búsett í Texas og er hún vinsæl á samskiptamiðlinum Instagram þar sem yfir 300 þúsund manns fylgjast með daglegu lífi hennar.

Á myndinni lengst til vinstri má sjá Kelsey þegar hún var tiltölulega nýbúin að eignast barn. Á myndinni í miðjunni voru nokkrir mánuðir liðnir frá barnsburðinum og hafði Kelsey þá byrjað að hreyfa sig á nýjan leik. Á myndinni til hægri hafði Kelsey lyft lóðum í nokkra mánuði og þyngst í samræmi við það – þar sem vöðvar eru þyngri en fita.

„Eins og sést á myndum til vinstri og hægri er aðeins tveggja kílóa munur en líkamslögunin hefur tekið stakkaskiptum. Ég hef aldrei verið heilbrigðari en einmitt núna og aldrei liðið betur í eigin líkama,“ segir Kelsey sem bætir við að áður fyrr hafi hún stigið á vigtina á því sem næst hverjum degi. Þegar hún ákvað að hætta því segist hún hafa öðlast ákveðið frelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“