Smáverk
Baldvin Guðjónsson, eigandi fyrirtækisins Smáverka, segir að viðskiptavinum þyki mjög handhægt að hafa svo að segja allt á einum stað. „Hér innanborðs starfa píparar, málarar, rafvirkjar og smiðir svo það er leikur einn að sækja til kunnáttumikilla fagmanna hjá okkur. Hjá Smáverkum finnurðu heildarlausnina þína. Það má segja að þjónustan sem í boði er dekki allt frá a–ö. Um þessar mundir er mikið að gera hjá okkur og reyndar búið að vera í allan vetur. Við erum mikið í ýmiss konar smíði og standsetningu.“
„Smáverk var lítið fyrirtæki við upphaf rekstursins en hefur hlaðið utan á sig er nú raunar meira í stórum verkum en smáum,“ segir Baldvin brosandi.
„Nú orðið tökum við heilu húsin í gegn og jafnvel blokkir líka. Við höfum afar lítið verið að auglýsa þar sem okkar ánægðu viðskiptavinir leita aftur og aftur til okkar auk þess sem þeir eru duglegir við að láta okkar góða orðspor berast. Ánægður viðskiptavinur er að mínu mati besta auglýsingin,“ segir Baldvin að lokum og bendir á að Smáverk kemur á staðinn og gerir fólki tilboð því að kostnaðarlausu.
„Ég vil þakka Baldvini og starfsmönnum Smáverka fyrir fagleg og vandvirk vinnubrögð. Þeir eru sanngjarnir, úrræðagóðir og algjörlega traustir. Auðvelt að ná á þá og þeir mæta á þeim tíma sem þeir gefa upp. Mæli eindregið með þeim.“
Smáverk
Faxafeni 8
Símar: 897-8040, 772-9812.
www.facebook.com/smaverk