Ljósmyndarar og listamenn hafa tekið þessari nýju þjónustu fagnandi
Hér áður fyrr fylgdi því spenna að fara með filmu í framköllun og fá svo að sjá afraksturinn nokkru seinna. Nú er öldin önnur og fæstar stafrænar ljósmyndir eru prentaðar út. Þegar við prentum uppáhaldamyndirnar okkar ættum við að vanda valið og sjá til þess að gæði þeirra séu eins mikil og mögulegt er.
Innrammarinn við Rauðarárstíg hefur nú bætt hágæða prentun við þjónustu sína. Að sögn Georgs Þórs Ágústssonar framkvæmdastjóra hefur þessi nýjung gefist svo vel að fljótlega ákvað hann að bæta við öðrum prentara til að auka enn á möguleikana. Prentunin er bæði sniðin að þörfum atvinnuljósmyndara og annarra sem þurfa að láta prenta myndir eða annað í háum gæðum.
Innrammarinn prentar á hágæða pappír sem stenst gæðakröfur The Fine Art Trade Guild og getur boðið upp á skráningu og eftirlit með prentstöðlum frá ArtSure. Þar er hægt að velja um ljósmyndapappír, titaníum-pappír, silkipappír og vatnslitapappír auk þess sem prentað er á striga.
Lögð er áhersla á mikinn endingartíma en notast er við Canon Lucia EX blek og hágæða pappír frá PermaJet. Útgefinn endingartími frá Canon er rúm 100 ár áður en prentunin byrjar að dofna.
Ljósmyndarar og listamenn sem vilja prenta eftirprentanir af verkum sínum hafa tekið þessari nýju þjónustu fagnandi. Það er þó einnig einfalt fyrir almenning að láta prenta myndir sínar og önnur verk í stafrænu formi. Hægt er að senda pöntun á prentun@innrammarinn.is eða koma með minnislykla, -kort eða myndefni á geisladiskum í Innrammarann, Rauðarárstíg 33 þar sem hægt er að skoða úrval af pappír og jafnvel skoða innrömmunarmöguleika í leiðinni. Heppileg upplausn mynda er að minnsta kosti 240 dpi.
Innrammarinn ehf
Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík
Sími 511 7000 www.innrammarinn.is