fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
FókusKynning

Þess vegna áttu ekki að fá lánaða hleðslusnúru

Gættu þín á tölvuþrjótum!

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. júlí 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk er fjarri heimilinu, í fríi eða vinnuferð, getur sú staða komið upp að farsíminn verði straumlaus eða því sem næst. Þá eru góð ráð dýr ef hleðslusnúran hefur gleymst. Þá getur verið freistandi að fá lánaða snúru til að hlaða símann. En það er betra að fara varlega í slíkt.

Það ætti að vera í lagi að fá slíka snúru hjá fólki sem maður treystir vel en öðru máli gegnir um snúrur frá ókunnugum. Reynslan hefur sýnt að það að fá slíka snúru lánaða getur verið upphafið að gagnamartröð. Þegar síminn er tengdur við hleðslusnúru getur tölvuþrjótur hugsanlega nýtt sér það til að komast yfir innihald símans eða til að koma tölvuveirum fyrir í honum.

Skýringin á þessu er að það er sama snúran sem er notuð til að hlaða síma og til að flytja gögn til og frá honum og þetta vita tölvuþrjótar auðvitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ