fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Fjölgun ferðamanna – Nýjar áskoranir

Við getum lært ýmislegt af öðrum löndum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. júlí 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamönnum fjölgar á fleiri stöðum en Íslandi en vandamálin eru um margt lík milli landa.

Í Kaupmannahöfn hefur verið gripið til þess ráðs í sumum hverfum að lýsa þau sem svokölluð þögul svæði eða quiet zones þar sem leiðsögumenn gera hlé á máli sínu til að raska ekki ró íbúa. Danmörk er vinsæll áfangastaður fyrir ráðstefnur og skemmtiferðaskip, einkum og sér í lagi Kaupmannahöfn. Norrænar glæpasögur og framúrstefnuleg matargerð hafa aukið áhuga ferðamanna á landinu og í fyrra komu meira en níu milljón ferðamenn til Kaupmannahafnar. Tæplega sex milljónir búa í Danmörku.

Áðurnefnd þögul svæði eru táknræn fyrir viðhorf Dana til ferðamanna, ferðamenn eru velkomnir en þeim skal ekki gert of hátt undir höfði, þeir skulu aðlagast dönsku mannlífi en ekki öfugt. Danir hafa einkum horft til löggjafar til að takast á við þennan mikla ferðamannastraum, meðal annars hefur erlendum ríkisborgurum verið bannað að kaupa hús við strandlengju landsins. Borgaryfirvöld hafa takmarkað mjög magn öldurhúsa og veitingastaða sem byggja má í höfuðborginni.

Henrik Thierlein, talsmaður ferðamannaskrifstofu borgarinnar orðar vandamálið á eftirfarandi hátt:

  • „Hvernig nýtir þú þér þennan vöxt í ferðamannafjölda án þess að ferðamannaiðnaðurinn taki yfir?“*

Íbúar Kaupmannahafnar hafa beitt borgaryfirvöld miklum þrýstingi um að taka á ferðamannaskaranum sem margir upplifa sem yfirgangssaman og truflandi fyrir mannlíf borgarinnar. Þetta hefur ollið deilum milli ráðamanna borgarinnar og ríkisstjórnarinnar sem vill á engan hátt draga úr þeim miklu skatttekjum sem ferðamenn koma með inn í landið.

Vandamál um víða veröld

Svipað hefur verið upp á teningnum í Barcelona, eins og hálfs milljón manna borg sem tekur á móti um sjö milljón ferðamönnum árlega. Þar hefur einnig verið leitað á mið reglugerða til að auðvelda samlíf borgarbúa og ferðamanna. Mikil fjölgun hefur verið meðal ferðamannabúða og leigubíla til að svara aukinni eftirspurn.

Nýlega komst til valda nýr borgarstjóri í Barcelona, Ada Colau sem tekið hefur ferðamannastrauminn föstum tökum. Mótmæli brutust út í borginni í fyrra vegna hegðunar ítalskra ferðamanna í La Barceloneta hverfinu.

Í Asíu hefur gríðarleg aukning kínverskra ferðamanna valdið upp mikla reiði, meðal annars í Tælandi þar sem kínverskir ferðamenn voru gripnir við að hringja heilögum klukkum í búddistahofi. Kínversk stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs að koma upp svörtum lista yfir þá sem ferðast hafa út fyrir landsteinana og verið til vandræða. Komist fólk á þann lista er því bannað að ferðast erlendis í allt að tvö ár.

Hins vegar eru kínverskir ferðamenn ekki þeir einu sem eru til vandræða í Asíu, nýlega voru franskir og bandarískir ferðamenn reknir frá Kambódíu fyrir að stilla sér upp án klæða við hið sögulega Angkor Wat hof. Yfirvöld þar í landi íhuga nú að setja á reglur um hegðun á almannafæri þar sem nekt yrði bönnuð sem og að koma við fornminjar.

Fáir hafa gripið til jafn róttækra aðgerða og smáríkið Bhutan í Himalayafjöllum. Þar eru miklar hömlur sett á fjölda þeirra sem geta fengið vegabréfsáritun, hótelbyggingar takmarkaðar og ferðamenn skattlagðir mikið. Stjórnvöld þar lýsa stefnu sinni þannig að markmiðið sé að fá fáa en efnaða ferðamenn til landsins.

Bandaríkin ekki undanskilin

Bandaríkin hafa löngum verið þekkt fyrir að taka vel á móti ferðamönnum og almennt jákvætt viðhorf gagnvart þeim. Fjöldi ferðamanna og hegðun þeirra samt sem áður orðið til þess að jafnvel þar eru farnar að heyrast raddir sem kvarta undan yfirgangi erlendra gesta. Íbúar í franska hverfi New Orleans hafa lagt hart að borginni að takmarka fjölda ferðamanna þar og íbúar Charleston í Suður-Karólínu fóru í mál við hafnaryfirvöld borgarinnar til að takmarka komur skemmtiferðaskipa en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Vaxandi iðnaður – vaxandi vandamál

Ekki er víst að spennan milli ferðamanna og heimamanna fari minnkandi á næstu árum. Fólk hefur áhyggjur af umhverfisáhrifum síaukandi fjölda ferðamanna en aldrei hafa fleiri jarðarbúar lagt land undir fót sér til skemmtunar en nú. Eitt hverja ellefu starfa í heiminum tengist ferðamennsku og mun ferðamannaiðnaðurinn halda áfram sínum öra vexti ef fram fer sem horfir.

Árið 2012 voru farnar meira en einn milljarður utanlandsferða og eru þá ekki teknir með í reikninginn þeir ferðamann sem ferðast innanlands. Ferðamannaiðnaðurinn leggur 7,6 milljarða til hagkerfis heimsins.

Erfiðlega hefur gengið fyrir ríki og borgarstjórnir að takast á við þessa aukningu vegna þess hve jákvæða merkingu flestir leggja í ferðamennsku, tengja það afslöppun og menningarlegum yfirburðum. Ef fólk flykkist til landsins þíns hlýtur landið þitt að hafa upp á áhugaverða hluti fram að færa.

Frakkar leiðandi

Eftir síðari heimsstyrjöld gripu Frakkar til þess ráðs, með stuðningi Bandaríkjamanna í gegnum Marshall-aðstoðina, að nýta ferðamenn til að vernda og rækta franska menningu og sögu. Frakkland ber höfuð og herðar yfir önnur lönd þegar kemur að fjölda ferðamanna sem þangað koma. Frakkar komust að því að þegar ferðamannaiðnaðurinn er beislaður rétt getur hann hjálpað til við að standa undir kostnaði við varðveislu menningar, landslags og lífsstíls landans. Stjórnkerfið allt ýtir undir, niðurgreiðir og setur lög og reglur um ferðamál.

Tekið er tillits til ferðamannaiðnaðarins í skipulagsmálum, minjarvernd og umhverfsvernd. Reglum er framfylgt af hlutleysi ólíkt því sem er víða annarsstaðar þar sem ferðamál eru oft vettvangur spillingar. Frakkar voru fyrstir til að stofna ráðuneyti menningarmála og dreifa hátíðum jafnt yfir allt landið til að koma í veg fyrir að allir ferðamenn flykkist einfaldlega allir til Parísar. Líkt og í Kaupmannahöfn er reglugerðum um skipulag beitt til að halda aftur af ferðamannaiðnaðinum og flæði ferðamanna er skipulagt með hernaðarlegri nákvæmni.

Eiffelturninn er vinsælasti áfangastaður heims en þangað kom um sjö milljónir gesta árlega. Takmarkað miðaframboð og öflug gæsla, ásamt stórum hópi starfsfólks sjá um að halda röð og reglu á svæðinu. Strangar reglur eru um sölu ferðamannavarnings, með það að leiðarljósi að París og kennimerki hennar skulu vera fyrst og fremst fyrir Parísarbúa.

1,8 milljarðar ferðamanna árið 2030

Sameinuðu Þjóðirnar spá því að árið 2030 verði ferðamenn orðnir rúmlega 1,8 milljarðar. Þessi gífurlegi fjöldi hefur þau áhrif að taka verður meira tillit til ferðamanna þegar loftslagsmál eru til umræðu sem og vernd umhverfis og menningar.

Ríki heims eru því í auknum mæli að nýta sér lög og reglugerðir til að takast á við tækifærin og vandamálin sem ferðamönnum fylgja.

– Þorvarður Pálsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni