fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Þjóðhátíð á Pizza 67

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. júlí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pizza 67 hefur verið í Vestmannaeyjum í yfir 20 ár en Sævar Hallgrímsson og Anný Aðalsteinsdóttir eru nýtekin við rekstrinum og standa því frammi fyrir sinni fyrstu Þjóðhátíð í Eyjum sem veitingafólk. Búast má við þéttsetnum stað alla helgina og fjölmörgum sendingum út til þjóðhátíðargesta auk þess sem margir munu sækja pítsurnar sínar. Pizza 67 er allt í senn veitingastaður þar sem gestir geta sest að snæðingi, en einnig er boðið upp á heimsendingu og að pítsan sé sótt á staðinn. Veitingastaðurinn er með 45 sæti og um verslunarmannahelgina verður einnig opið út í garð sem er yfirbyggður með tjaldi en þar eru um 50 sæti til viðbótar. Það verður því sætapláss fyrir tæplega 100 manns á Þjóðhátíð – og veitir ekki af!

„Frá föstudegi til sunnudags verður opið hér frá kl. 10 á morgnana til klukkan 21 því um það leyti tæmist bærinn og fólk fer inn í dal,“ segir Anný en staðurinn lagar sig að sjálfsögðu að þörfum þjóðhátíðargesta. Vanalega er Pizza 67 í Vestmannaeyjum opin frá 11 á morgnana til klukkan 22 auk þess sem alltaf er nætursala um helgar á heimsendingum.

„Hér verður þjóðhátíðarstemning yfir daginn og plötusnúðar munu skemmta á staðnum, við keyrum síðan á pítsunum og hamborgurum sem munu renna út í stríðum straumum,“ segir Anný. Hún segir að þetta árið komi þau ekki til með að hafa mikinn tíma til að fara inn í dal að skemmta sér eins og undanfarin ár, því eftir lokun munu þau þurfa að undirbúa næsta dag. „Það getur þó verið að maður nái aðeins að kíkja á sunnudagskvöldið,“ segir hún vongóð.

Þau segjast spennt fyrir Þjóðhátíðinni, þau búist við sannkallaðri þjóðhátíðarstemningu á Pizza 67, líkt og undanfarin ár, enda hefur staðurinn skipað fastan sess hjá mörgum þjóðhátíðargestum.

Þau eru sammála um að allur gangur sé á því hvernig fólk nálgast veitingarnar sínar:
„Margir koma á staðinn og sækja eða snæða á staðnum. En það eru líka margir sem nýta sér heimsendinguna,“ segir Sævar.

„Bærinn er líka fullur yfir daginn á meðan barnadagskráin stendur yfir inni í dal og því mun allt fyllast hér hjá okkur,“ segir Anný. Hún er núna í óðaönn að manna vaktir fyrir helgina en hópur af aukastarfsfólki ræður sig á vaktir um verslunarmannahelgina.

En hvað sem verslunarmannahelginni líður er Pizza 67 alltaf sígildur staður í Vestmannaeyjum og alltaf mikið að gera. Af vinsælum pítsum má nefna Pepperoni 67 og síðan er það pítsan Sendillinn sem þykir einstök. Innihald hennar er: Ostur, sósa, hakk, skinka, sveppir, kjúklingur, piparostur, beikon – „hún er svo smurð með sérstakri smurolíu,“ segir Anný og bætir við: „Þetta þykir virkilega „djúsí“ pítsa“.

Og svo eru það að sjálfsögðu brauðstangirnar, þær eru alveg klikkaðar hérna, enda mjög vinsælar,“ bætir Sævar við að lokum.

Pizza 67
Heiðarvegi 5
Vestmannaeyjum
Sími: 481-1567

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni