fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Sendibílar til leigu: Fjölbreyttar stærðir og sveigjanlegur leigutími

Kynning

„Partur af þeirri þróun að leigja hluti í stað þess að kaupa allt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. júlí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sendibílar til leigu“ er deild innan Brimborgar, þar sem mikill sveigjanleiki ríkir varðandi leigutíma og stærðir bíla. Forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, leiðir starf deildarinnar. Hægt er að leigja sér sendibíl í allt niður í fjórar klukkustundir, sem hentar til dæmis fólki sem hefur skipulagt flutninga sína vel. „Fólk er kannski búið að gera allt klárt fyrir flutning, fá vini og ættingja með, kemur hingað til dæmis snemma á laugardagsmorgni, leigir sendibíl í fjórar klukkustundir og síðan er öllu lokið um hádegi,“ segir Egill.

Hægt er að leigja sendibíl í fjórar klukkustundir, átta klukkustundir, einn sólarhring eða lengur. Fimm stærðir af bílum eru í boði og er miðað við flutningsrými í rúmmetrum: 2,5 rúmmetra, 3,6 rúmmetra, 6,8 rúmmetra, 8,3 rúmmetra og 10 rúmmetra.

„Þessi stærsti, 10 rúmmetra, er 5 metrar að lengd og farangursrýmið er 3 metrar. Það er því hægt að flytja mjög langa hluti í þessum bíl, til dæmis stór sófasett,“ segir Egill. Fyrir utan búslóðaflutninga nýta margir sér þessa þjónustu þegar þeir til dæmis taka til í garðinum eða hreinsa úr bílskúrnum:

„Til hvers að vera að útbía heimilisbílinn í einhverju drasli og fara margar ferðir þegar hægt er að leigja sendibíl, fara bara eina ferð og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þrifum á eftir,“ segir Egill en hann telur að þessi starfsemi og aukin eftirspurn eftir henni sé hluti af ákveðnum þjóðfélagsbreytingum:

„Þetta er partur af þeirri þróun að leigja hluti í stað þess að kaupa allt. Fólk er að átta sig sífellt betur á því að það þarf ekki að kaupa alla hluti sem það notar.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Deildin „Sendibílar til leigu“ er jafnframt hluti af stóraukinni áherslu Brimborgar á bílaleigu sem Egill segir að hafi byrjað strax eftir hrun. Rekur Brimborg Íslandsdeildir bílaleignanna Thrifty og Dollar, sem eru bandarískar að uppruna. Í gegnum þessar leigur, sem til dæmis bandarískir ferðamenn nýta sér mikið, koma sendibílarnir sem nýtast í deildina „Sendibílar til leigu“.

„Það eru nú komnir 1.100 bílar í bílaleiguflotann okkar en vöxturinn í bílaleigunni hefur verið 30–50% á ári,“ segir Egill. Sendibílarnir til leigu eru af gerðunum Ford og Citroën og brátt bætast Peugeot-bílar í flotann þar sem Brimborg hefur nýlega tekið yfir Peugeot-umboðið. Segir Egill stefnt að því að fjölga tegundunum í framtíðinni enda er ávallt markmið að bjóða sem mesta fjölbreytni í þessari þjónustu.

Á vefnum sendibilartilleigu.is er að finna ítarlegar upplýsingar um þjónustuna, verð og svo framvegis. Þar er jafnframt hægt að panta leigu á sendibíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni