fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Fákasel: Sveitastemmning, afþreying og veitingahús

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. júlí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fákasel var opnað árið 2014. Fyrirtækið, sem sinnir hestatengdri afþreyingu og ferðaþjónustu, er staðsett í Ölfushöllinni – örskammt frá Hveragerði. Bryndís Mjöll Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Fákasels. Að sögn Bryndísar var hugmyndin að baki Fákaseli sú að landsmenn geti notið þess að koma þangað til þess að eiga skemmtilegan og öðruvísi dag í notalegu umhverfi. Frá opnun hafa komið meira en 260 þúsund manns í heimsókn og notið þess sem staðurinn hefur uppá að bjóða.

Í Fákaseli er boðið upp á ýmiss konar sýningar en einnig er mögulegt og mjög vinsælt að koma bara við og fá sér kaffi og heimabakaða kökusneið eða snarl á veitingastaðnum. Í Fákaseli er áhersla lögð á sögulegt hlutverk íslenska hestsins:

„Hér í Fákaseli fá gestir okkar að kynnast einstakri sögu íslenska hestsins og hinu mikilvæga hlutverki hans í íslenskri sögu og menningu. Í aðalsýningunni okkar, sem nefnist „Night at the Farm“, er sjálf sagan og norræn goðafræði ofin saman í 45 mínútna verk sem sýnir fram á hversu fallegur íslenski hesturinn er og hversu einstökum eiginleikum hann er búinn. Sýningin er daglega kl. 19.00 og er hreint út sagt töfrandi upplifun sem heiðrar sögulegt samband mannsins við hestinn í gegnum íslenska sögu. Þessi sýningin er aðalsmerki Fákasels,“

segir Bryndís og bendir jafnframt á aðra sýningu Fákasels sem einnig er flutt daglega og kallast Horse of Ice and Fire:

„Í henni er lögð áhersla á sögulegt hlutverk íslenska hestsins í gegnum aldirnar. Smalar ríða hestunum sem spila þýðingarmikla rullu í vinnu smalanna. Hér endurspeglast fögur samskipti manns og hests í vináttu og gagnkvæmu trausti. Mikið er lagt í sjónræna upplifun með fjöltækni og frumsamdri íslenskri tónlist. Þessi sýning er á dagskrá daglega kl. 13.00. og 16.30. Báðar þessar sýningar hafa verið mjög vinsælar en einnig er hægt að fá að heimsækja hesthúsin og skoða hvernig hlutirnir eru í sveitinni. Það virðist sem bæði íslendingar og erlendir ferðamenn séu að uppgötva hversu mikilvægur partur hesturinn er af okkar sögu og menningu og hversu sérstæður hann er í heiminum. Það er fátt íslenskara en íslenski hesturinn“

Spennandi veitingahús á staðnum

„Það er svo einstaklega gaman að njóta bragðgóðra veitinga í veitingasal staðarins sem er með girnilegan matseðil og barnamatseðil – sem eru ávallt byggðir á ferskasta hráefninu. Svo er tilvalið að koma í veglegt hlaðborð til okkar um helgar eða bara fá sér gott kaffi og væna sneið af hnallþóru. Umhverfi veitingastaðarins í Fákaseli fangar stemmningu sem er óhætt að segja að sé alveg einstök enda eru allar innréttingar sérsmíðaðar til að ná fram réttum hughrifum,“ segir Bryndís Mjöll og býður alla hjartanlega velkomna í Fákasel.

Í Fákaseli er glæsileg gjafavöruverslun, sem áhugavert er að skoða en í henni má finna íslenska hönnun og ýmsar aðrar gæðavörur.

Fákasel, Ingólfshvoli 816, Ölfus. Sími: 483 – 5050.
www.fakasel@fakasel.is
fakasel.is

Hér má sjá myndband sem fangar stemninguna og starfsemina í Fákaseli.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=-uAbwIP_iRE&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni