fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Laga: Allir eiga að hafa ráð á lögfræðingi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. júlí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laga er í eigu Sigþrúðar Þorfinnsdóttur lögfræðings sem er cand.jur frá Háskóla Íslands árið 1994. Hún hefur víðtæka reynslu af vinnumarkaðinum og þekkir alla ranghala kerfisins. Sigþrúður, eða Dúa eins og hún er oftast kölluð, hefur nú hafið eigin rekstur undir merkjum Laga þar sem boðið er upp á hagkvæmar lausnir í öllu sem viðkemur skjalagerð og skattamálum auk þess sem hún veitir ráðgjöf í öllu sem tengist lagalegum gjörningum.

Áhersla á persónulega þjónustu

Dúa ákvað að læra lögfræði á sínum tíma því hana langaði til þess að hjálpa fólki. Hún er á þeirri skoðun að aðgangur að réttlátri málsmeðferð innan kerfisins eigi að vera aðgengilegur öllum.
„Ég hef 20 ára starfsreynslu innan lögfræðinnar og hef m.a. unnið hjá ríkisskattstjóra og yfirskattanefnd. Auk þess er ég þaulvön hvers kyns skjalagerð. Ég rek mitt litla fyrirtæki að heiman og hef engin áform um að verða eitthvert risafyrirtæki eða bákn,“ segir hún. „Ég legg áherslu á að veita persónulega þjónustu; hér á bæ er engin færibandavinna og hverjum og einum er veittur sá tími sem hann þarf.“

Sérstakur afsláttur fyrir aldraða og öryrkja

Dúa hefur ríka réttlætiskennd og vill bjóða þjónustu lögfræðings á verði sem fólk almennt ræður við. „Ég er einnig með sérstakan afslátt fyrir öryrkja og aldraða en í samanburði við aðra sambærilega þjónustu er ég ábyggilega með lægri gjaldskrá en gengur og gerist.

Mér er kleift að bjóða upp á hagstætt verð þar sem þjónusta mín einskorðast við þrjá málaflokka: Skjalagerð, stjórnsýslumál og skattamál. Flestir þurfa einhvern tíma á lífsleiðinni að gera einhver lögformleg skjöl, eins og t.d. erfðaskrá, kaupmála og annað slíkt. Laga tekur einnig að sér erindi og kærur til stjórnvalda og umboðsmanns Alþingis. Um þessar mundir eru það skattamálin sem brenna á mörgum þar sem álagning ríkisskattstjóra er nýbirt og margir þurfa aðstoð varðandi álagninguna og hvort þurfi að kæra hana til yfirskattanefndar. Ég tek ég að mér framtalsgerð og raunar öll samskipti við skattyfirvöld,“ segir hún.

Einstök meðmæli

  • „Sigþrúður er lögfræðingur sem frábært er að geta snúið sér til; hún er eldklár; fljót að greina kjarnann frá hisminu. Hún finnur lausnina. Allra best er þó að hún er einmitt manneskja – lætur sér annt um þann sem leitar til hennar og það er ekki minna mikilvægt en öll heimsins lagaþekking.“*
    Markús Þórhallsson, útvarpsmaður og sagnfræðingur.

„Sigþrúður veitti mér framúrskarandi, skjóta og ódýra þjónustu. Kona sem kann sitt fag.“
Guðmundur Steinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi.

„Á síðunni laga.is má finna einfalda verðskrá en einnig er unnið eftir tímakaupi. Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda línu eða slá á þráðinn,“ segir Dúa að lokum.

Laga
Sími: 511-0444
veffang: www.laga.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni