fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Þetta eru tíu vinsælustu eignirnar á AirBnB

Vinsældir deilihagkerfisins hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. júní 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilihagkerfissíðan Airbnb hefur notið aukinna vinsælda síðustu ár. Vefsíðan Domain.com tók saman lista yfir vinsælustu eignirnar á vefsíðunni.

Airbnb var stofnað árið 2008 og má í dag finna þar yfir 1,5 milljón eigna í 34 þúsund borgum í 190 löndum. Hérlendis hefur mikið verið deilt um ágæti Airbnb gistingarinnar, en slík gistiþjónusta hefur meðal annars verið bönnuð í Vík í Mýrdal.


Mynd: AIRBNB

10. – Off-grid húsið – Kaliforníu, Bandaríkjunum.

Húsið þykir einkar umhverfisvænt og í friðsælu umhverfi þar sem útsýni er gott. Sólsetrið af palli hússins er einkar fallegt og lýsa notendur Airbnb því ómótstæðilegu.
Skoða nánar


Mynd: AIRBNB

9. Loftíbúð – Róm, Ítalíu

Glæný loftíbúð í hjarta Rómar er í níunda sæti listans. Vinsældir íbúðarinnar staðfesta að ferðalangar hugsi enn um staðsetninguna, þegar kemur að því að heimsækja eina mest heimsóttu borg í heimi.
Skoða nánar


Mynd: AIRBNB

8. Fallega tréhúsið – Balí, Indónesía

Þorpsbúar hafa kallað húsið „sveppahúsið,“ vegna þess hvernig þak hússins kemur fyrir. Við húsið er sundlaug þar sem hægt er að slaka á. Einnig er hægt að skoða falleg pálmatré við svamla í sjónum.
Skoða nánar


Mynd: AIRBNB

7. Pirates of the Caribbean flóttinn – Kaliforníu, Bandaríkjunum

Sjóræningjahúsinu hefur tekist að tvöfalda leigu sína frá því útleigan hóf göngu sína. Suðrænt þema hússins og lóðarinnar, þar sem sjá má fossa og sundlaugar er ómótstæðilegt.
Skoða nánar


Mynd: AIRBNB

6. Hvelfingarklefinn – Kaliforníu, Bandaríkjunum

Hvelfingarklefinn er falinn í skóginum Aptos í Kaliforníu þar sem að mestu leyti má finna eikartré. Ef gestir eru ekki að ganga um skóginn eða njóta strandarinnar, geta þeir slakað á í klefanum.
Skoða nánar


Mynd: AIRBNB

5. Tuscan tréhúsið – Monferrato, Ítalíu

Notendur Airbnb virðast dýrka þetta tréhús sem er í hlíðum vínekranna í San Salvatore Monterrato á Ítalíu.
Skoða nánar


Mynd: AIRBNB

4. Einstæði álfabústaðurinn – Mayne Island, Kanada

Húsið er byggt að öllu úr náttúrulegum efnum, í Mayne Island sem staðsett er í Bresku Kólumbíu. Frá húsinu er um tuttugu mínútna ganga niður á strönd og lýsa Airbnb notendur dvölinni sem frábærri.
Skoða nánar


Mynd: AIRBNB

3. Módernískt gler tréhús – Flórens, Ítalíu

Í minna en þrjátíu mínútna fjarlægð frá Duomo má finna þetta tréhús. Húsið býður upp á einstaka upplifun.
Skoða nánar


Mynd: AIRBNB

2. Skeljahúsið – Isla Mujeres, Mexíkó

Húsið var hannað sem par sjávarskelja. Það sem einkenni húsið er að maður verður var við þemað bæði að innan verðu og utan verðu. Með húsinu fylgir sundlaug, sem og stönd til þess að njóta.
Skoða nánar


Mynd: AIRBNB

1. Einangraða tréhúsið – Atlanta, Bandaríkjunum

Vinsælasta húsið er einangrað tréhús, þar sem gestir hafa látið ævintýri sín rætast. Húsin eru þrjú talsins, en þau tengjast öll með reipum og brúm. Húsið geislar af rómantík og þægilegheitum, segja notendur.
Skoða nánar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi