Vélsmiðjan og renniverkstæðið Stáltech hefur verið starfandi frá árinu 2003. Aðalstarfsemi fyrirtækisins er þjónusta við ýmsar greinar matvælaiðnaðarins, ekki síst sjávarútveginn. Meðal annars er Stáltech með umboð fyrir hinar þekktu og viðurkenndu Pisces-fiskvinnsluvélar fyrir vinnslu á silungi, laxi, síld og markíl. Einnig er Stáltech með umboð fyrir STAVA-flokkunarvélar fyrir lifandi fisk.
Hjá Stáltech eru smíðuð færibönd og þvottakör fyrir fiskafurðir og fyrirtækið hannar lausnir til að flytja vörurnar frá einum stað til annars. Enn fremur endurbyggir Stáltec ýmsar fiskvinnsluvélar, meðal annars Baader. Stáltec sérhæfir sig að auki í viðgerðum og viðhaldi á Baader-vélum.
Meðal margvíslegra verkefna Stáltech í gegnum tíðina er smíði pökkunarlína fyrir rússnesk verksmiðjuskip.
Stáltech leggur áherslu á persónulega og góða þjónustu og ekkert verkefni er of lítið eða of stórt. Á fyrirtækið bæði í farsælu samstarfi við stór og lítil fyrirtæki. Stáltech tekur að sér að sérsmíða réttu vöruna sem hvern og einn viðskiptavin vantar hverju sinni.
Ágætar upplýsingar um vöruframboð og þjónustu Stáltech er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, www.staltech.is.
Stáltech er til húsa að Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík.
Síminn er 517 2322. Netfangið er staltech@staltech.is