fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Kaffivagninn: Ferskleikinn í hávegum hafður

Kynning

Hátíð hafsins – Mikið um að vera fyrir utan Kaffivagninn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. júní 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nútíð og fortíð blandast saman með skemmtilegum hætti á Kaffivagninum, einum elsta og þekktasta veitingastað borgarinnar, en síðustu árin hefur verið lögð aukin áhersla á framsækna matargerð úr íslensku sjávarfangi á staðnum. Segja má að Kaffivagninn sé í dag þrískiptur staður, í fyrsta lagi býður hann upp á fjölbreyttan og framúrskarandi morgunverð, í öðru lagi er hann fiskréttastaður og í þriðja lagi kaffihús með kökum.

Kaffivagninn hefur frá árinu 2013 verið í eigu hjónanna Guðmundar Viðarssonar, sem er matreiðslumeistari staðarins, og Mjallar Daníelsdóttur. Á hverjum degi eru í boði 3–4 fiskréttir dagsins:

„Við leggjum mikla áherslu á fiskrétti og erum á þessum skandinavísku nótum. Flestir fiskréttirnir okkar eru bornir fram á pönnum. Einn af þessum pönnuréttum má kalla aðalsmerki Kaffivagnsins en það er þorskhnakki, gratíneraður með rækjum og bérnaise-sósu, Julian-grænmeti og kartöflum. Þetta er afar vinsæll réttur. Síðan erum við með gömlu góðu réttina sem við förum með upp á næsta stig. Þar má nefna plokkfisk, fiskibollur, bleikju og fiskisúpu. Þá erum við með smurbrauð með bleikju en fyrir þá sem alls ekki vilja fisk þá bjóðum við líka upp á smurbrauð með roast beef sem við poppum dálítið upp,“

segir Mjöll. Á Kaffivagninum er fastur matseðill sem gestir staðarins ganga að vísum en réttir dagsins eru hins vegar breytilegir frá degi til dags og ráðast algjörlega af því hvaða fiskur er í boði þann daginn. Ferskleikinn er í hávegum hafður á Kaffivagninum og eingöngu er boðið upp á splunkunýjan og ferskan fisk.

Fjölbreyttur hópur viðskiptavina

Eins og margir aðrir veitingastaðir í Reykjavík hefur Kaffivagninn ekki farið varhluta af fjölgun erlendra ferðamanna, sem vissulega sækja staðinn og setja skemmtilegan svip á hann. Íslendingar eru samt sem áður um 75% gestanna og hefur gestahópurinn orðið fjölbreyttari síðari árin, til dæmis hefur konum fjölgað mikið:

„Hingað koma afar og ömmur með barnabörnin, ungt fólk sækir mikið hingað og svo eru til dæmis kvennahópar sem mæta hingað á föstum tímum, til dæmis fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og svo framvegis,“ segir Mjöll.

Auk fiskréttanna hefur fjölbreyttur og girnilegur morgunverður Kaffivagnsins mikið aðdráttarafl. Má meðal annars gæða sér á lúxus-hafragraut, hrærðum eggjum, beikoni og eggjum, lax og ristuðu brauði.

Mjög vinsælt er að fá sér kaffi og kökur á Kaffivagninum en allar kökur eru bakaðar á staðnum.

Hátíð hafsins á sjómannadaginn

Hátíð hafsins er haldin á Hafnarsvæðinu helgina 4.–5. júní. Þá er líf og fjör á Kaffivagninum og fullt út úr dyrum en gatan fyrir utan, Grandagarður, er lokuð fyrir bílaumferð.

„Það er afskaplega skemmtilegt að hafa þessa hátíð hér í götunni og að fólk fái að líta augum eitthvað af þeirri ótrúlega fjölbreyttu fæðu sem fæst úr sjónum. Það verða sýndar fjölmargar fiskitegundir í körum hér fyrir utan. Það verða tónlistaratriði og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Björgun úr sjó verður sýnd og almennt dregið fram hvernig vinnan fór fram hér við höfnina í gamla daga,“

segir Mjöll. Nánar má fræðast um Hátíð hafsins á vefsvæðinu http://hatidhafsins.is/.

Kaffivagninn er að Grandagarði 10. Opið er alla daga vikunnar frá kl. 07.30 til 18.00. Heimasíðan er
www.kaffivagninn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni