fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Ostabúðin: Komdu fagnandi!

Kynning
Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. júní 2016 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Ostabúðinni hefur metnaður hússins ávallt falist í vönduðu úrvali af af ferskum og spennandi vörum sem ætlað er gæla við bragðlaukana. Verslunin hefur löngum verið einn uppáhalds viðkomustaður miðborgarbúa sem og annarra sælkera. Það var því gleðiefni þegar Jóhann Jónsson, matreiðslumaður og eigandi Ostabúðarinnar, ákvað að víkka út þjónustuna og opnaði veitingastað samhliða vinsælu gúrmet-versluninni síðasta sumar.

Kvöldverður á góðu verði

Á veitingahúsinu Ostabúðin restaurant, sem tekur 50 manns í sæti er lögð áhersla á hráefni úr sjálfri sælkeraversluninni, að sögn Jóa. „Við opnuðum veitingahús inni í rýminu þar sem við bjóðum áfram upp á fisk dagsins í hádeginu, sem er alltaf vinsælastur, en auk hans bjóðum við m.a. upp á súpu dagsins, fiskisúpu, gæsasalat og bruchettu. Öllum réttum fylgir svo rómaða foccacia brauðið okkar.
Klukkan 15.00. tekur svo við glæsilegur kvöldmatseðill á góðu verði. Eldhúsið er opið frá hádegi til kl. 21.00 alla daga vikunnar,“ segir hann.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Vínveitingaleyfi og vinsæl veisluþjónusta

Nýi staðurinn státar af vínveitingaleyfi og lengri opnunartíma en tíðkast hefur í Ostabúðinni. Maturinn er sagður frábær og andrúmsloftið afslappað og þægilegt.
„Ostabúðin hefur einnig löngum verið þekkt fyrir vandaða veisluþjónustu sem státar af einstaklega ljúffengum veitingum. Jói segir að um þessar mundir séu brúðkaupsveislur í fullum blóma: „Við höfum mikið verið að sinna þeim. Auk þess eru ýmis skemmtileg tækifæri til annarra veisluhalda á sumrin, alls kyns teiti, og er að sjálfsögðu alltaf meira en velkomið að leita til okkar með hugmyndir að veisluföngum.“

Dæmi um samsetningu matseðils dagsins:

  1. Fiskur dagsins: Karfi með kartöflumús, blómkáli, gulrótum, fennel og hollandaisesósu. Súpa dagsins: Spergilkálsúpa og að sjálfsögðu með bruschettunni vinsælu, gæsasalati og fiskisúpu.

  2. Þorskur með kryddgrjónum, bakaðri gulrót, brokkolí og paprikusósu. Súpa dagsins: Kremuð grænmetissúpa.

  3. Fiskur dagsins: Silungur með smælki, gulrótum, fennel og villisveppasósu. Súpa dagsins: Kremuð aspassúpa.

Ljúf og lipur þjónusta starfsfólksins á sinn þátt í þægilegu og afslöppuðu andrúmsloftinu sem ríkir í Ostabúðinni restaurant.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ostabúðin, Skólavörðustíg 8, 101 Reykjavík. Sími: 562 – 2772. www.ostabudin.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni