fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Bíóbakan: Hollari týpan af pizzu

Kynning

„Gaman að gera þetta á gamla mátann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júní 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíóbakan, Hamraborg 20a Kópavogi, býður upp á ilmandi góðar súrdeigsflatbökur, pizzur bakaðar í hágæða ítölskum steinofni. Allar bökurnar eru útbúnar frá grunni á staðnum úr lífrænu hveiti ásamt bragðmikilli flatbökusósu sem er eingöngu gerð úr ferskum hráefnum.

„Þetta er hollari týpan af pizzu enda gerum við súrdeigið alveg sjálfir,“ segir Sigurður Már Davíðsson, einn þriggja eigenda staðarins, en hinir eru Skúli Andrésson og Þórir Stefánsson.

„Í dag eru til margar leiðir til að gera súrdeig en við gerum það á gamla mátann. Við höldum deig sem er súrt og gefum því að borða tvisvar á dag, tökum af því eftir hentugleika og bætum við. Það þarf stanslaust að vaka yfir súrdeigi, þetta er heilmikið bras en það er óskaplega gaman að hugsa um þetta, þetta verður dálítið eins og barnið manns, þó að það sé skrýtið að segja það, maður er alltaf að hugsa um hvenær maður sé búinn að gefa því og svo framvegis,“ segir Sigurður. Hann segir að þetta vinnulag gæti varla gengið upp ef staðurinn væri mikið stærri. Hann segir þó ekki koma til greina að breyta út af þessari upprunalegu aðferð, frekar sleppi hann því að stækka við sig. Síðar gæti lausnin þó orðið að stofna annan stað:

„Ég hefði ekki nennt að gera þetta öðruvísi. Þetta er vissulega mikil vinna og mikil rútína, en um leið og hún er komin af stað er þetta bara virkilega skemmtilegt. Það er líka bara svo gaman að gera þetta á gamla mátann, það eru komin til sögunnar alls konar duft til að gera súrdeig en við sneiðum algjörlega hjá slíku.“

Með því hollara sem hægt er að borða

Bíóbakan var opnuð þann 13. maí síðastliðinn og viðtökur hafa verið afbragðsgóðar. Þó að pizza flokkist almennt ekki undir heilsubita er ljóst að pizzurnar á Bíóbökunni eru bráðhollar enda er mikil áhersla lögð á lífrænt hráefni við gerð þeirra.

„Þetta er klárlega hollara en margt sem fólk eldar heima hjá sér og telst hollt. Við reynum að hafa sem mest lífrænt en undantekningarnar eru osturinn og sumar áleggstegundirnar sem fólk getur valið sér, þar sem um unnar kjötvörur er að ræða. En í þeim tilvikum sem hráefnið er ekki lífrænt þá veljum við alltaf íslenskt hráefni,“ segir Sigurður.

Þess má geta að Bíóbakan stefnir að inngöngu í samtökin GRA, Green Restaurant Association, samtök veitingastaða með lífrænan mat, sjá nánar á vefsíðunni dinegreen.com. Þar eru gerðar miklar kröfur um endurvinnslu og flokkun sem og að reyna að lágmarka alla koltvíoxíðlosun í andrúmsloftið. Þess vegna valdi Bíóbakan að notast við rafmagnssteinofn í stað eldofns.

Hvers vegna Bíóbakan?

Allir eigendur Bíóbökunnar eru miklir kvikmyndaáhugamenn og vísun í bíó og kvikmyndir er sterk í ásýnd staðarins. Réttirnir bera nöfn eins og Naked Gun, sem er Pizza Margaríta; Karate Kid, sem er með humri, fetaosti og hvítlauk; Dirty Dancing, sem er með skinku og ananas, og mörg fleiri slík.

Hér er um skemmtilegan orðaleik að ræða, vísun í hugtakið bio – sem er fremsti orðhlutinn í orðinu biology, líffræði, og er þekkt hugtak í umfjöllun um lífrænar afurðir.

„Við erum dálitlir nördar, allir þrír,“ segir Sigurður Már þegar hann útskýrir þetta, og bætir við að ýmsar aðrar vísanir varðandi tölur og stærðir sé að finna á staðnum og viðskiptavinir geti skemmt sér við að ráða í.

Bíóbakan er opin alla daga frá kl. 11 til 21. Hægt er panta á staðnum, á vefsíðunni biobakan.com þar sem jafnframt eru allar upplýsingar varðandi matseðil, eða í síma 568-8887.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni