fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
FókusKynning

Gott með grillinu

Þrjú ómótstæðileg salöt fyrir næstu grillveislu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. júní 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið er tíminn þegar sólin skín og logar í grillum. Grillmatur getur verið óskaplega fjölbreyttur, enda er það eldunaraðferðin ein sem skilgreinir máltíð sem grillmáltíð. Þá gildir einu hvort maður kastar hrefnukjöti, risarækjum, nautatungu eða portobellosvepp yfir logana.
Meðlætið getur skipt sköpum, og þar er sannarlega hægt að láta sköpunargleðina njóta sín. Hér eru þrjú salöt sem borin voru á borð í grillveislu á Ægissíðunni um daginn. Húsráðandi lagði til rækjur, lambafille og naut á grillið, en gestir mættu með salötin. Svona salöt passa með hverju sem er og eru því tilvalin í veislur þar sem réttir koma úr ýmsum áttum. Gjörið svo vel!

Sætt, salt, og örlítið sterkt.
Galdrablandan kólnar Sætt, salt, og örlítið sterkt.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hið ómótstæðilega sumarsalat

Iceberg-salat
Klettasalat
Mangó
Cherry-tómatar

Þarna er dísætu hlynsírópi hellt á pönnuna.
Hnetur og maísflögur Þarna er dísætu hlynsírópi hellt á pönnuna.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hér kemur svo galdurinn:
2 bollar svartar Doritos-flögur, muldar
1 bolli kasjúhnetur
3 msk. hlynsíróp
2 msk. sykur

Aðferð: Skerið salatið í strimla, tómatana í fjórðunga, mangóið í teninga og setjið í skál með klettasalatinu. Magnið fer eftir því hversu margir eru í veislunni og hversu svangir gestirnir eru. Þó er líklegt að salatið muni klárast óháð stærð, svo gómsætt er það nefnilega. Hitið pönnu miðlungsmikið og þurrristið kasjúhneturnar. Þegar þær eru rétt byrjaðar að fá á sig gullinn lit er Doritos-flögunum bætt út á pönnuna. Þurrristið blönduna saman í nokkrar mínútur og bætið svo við hlynsírópi og sykri. Steikið áfram í nokkrar mínútur. Látið kólna og brjótið niður áður en dásemdinni er dreift yfir salatið.

Svona er best að skera mangó

Svona er best að skera mangó

Hér er komin hin fullkomna aðferð til að nýta mangóávöxtinn sem best. Skerið meðfram steininum báðum megin og notið glas eða bolla til að skafa kjötið úr hýðinu.

Í fallegri skál með ferskum kryddjurtum.
Klassíska kartöflusalatið Í fallegri skál með ferskum kryddjurtum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Klassíska kartöflusalatið

Soðnar kartöflur
Graslaukur
Rauð paprika
Kóríander
4 msk. majónes
½ dós sýrður rjómi

Aðferð: Blandið majónesi og sýrðum rjóma í skál. Skerið kældar kartöflur og papriku í bita. Klippið væn knippi af graslauk og kóríander og blandið við salatið.

Kartöflusalat sem kemur á óvart.
Ótrúlega bragðgott Kartöflusalat sem kemur á óvart.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nýstárlega kartöflusalatið

Soðnar kartöflur
Sellerí
Döðlur
2 msk. dijon-sinnep
4 msk. extra virgin-ólífuolía
Salt

Aðferð: Byrjið á að setja sinnepið og ólífuolíuna saman í skál og hræra duglega. Skerið kældar kartöflur í bita, sellerí í sneiðar og döðlur smátt. Blandið öllu saman í skál og saltið eftir smekk. Þetta salat bragðast best eftir klukkustund í kæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“