fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Ísinn í Skalla stendur alltaf fyrir sínu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. júní 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísinn hefur verið aðalsmerki Skalla í gegnum tíðina og stendur alltaf fyrir sínu. Þessi bragðgóði ís sem svo margir þekkja er heimagerður, ef svo má segja, en hann er blandaður á staðnum. „Ef það bara rétt glittir í sólina þá bókstaflega fyllist allt hérna, sólin fyllir alla lífsgleði og allir vilja fá sér ís,“ segir Atli Jónsson hjá Skalla í Ögurhvarfi. Atli Jónsson er sonur Jóns Magnússonar, eiganda Skalla í Ögurhvarfi og hefur stafað við hlið föður síns í rekstrinum í tíu ár. Skalli er einnig á Selfossi, þar eru aðrir eigendur, en náið samstarf á milli staðanna.

Skalli er líka vinsæll fyrir mikið úrval góðra skyndirétta og er í senn veitingastaður og ísbúð. Íssalan tekur mikinn kipp á sumrin, ekki síst ef sést til sólar, eins og fyrr segir. Girnilegur, fjölbreyttur og ferskur nammibar spillir þar ekki fyrir.
Skalli á sér langa sögu og hóf starfsemi sem sjoppa og ísbúð í Lækjargötu árið 1973. Það voru í raun nemendur í
Menntaskólanum í Reykjavík sem gáfu staðnum nafn:

„Þarna var fyrir sjoppa áður en Skalli var opnaður en hana rak sköllóttur maður. Menntaskólakrakkarnir töluðu um að fara út í Skalla þegar þeir fóru í þá sjoppu og þar með varð nafnið til,“ segir Atli.

Eins og mörg góð fyrirtæki hvílir Skalli á gömlum grunni en þróast jafnframt í takt við tímann og er sívinsæll. Í dag er Skalli á tveimur stöðum, í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi, þar er opið alla daga vikunnar frá kl. 10.00 til 23.00, og á Austurvegi 6, Selfossi.

Mynd: © 365 ehf / Stefán Karlsson

Á báðum stöðunum er ísinn aðalsmerkið en fjölbreytt úrval góðra skyndibita nýtur einnig mikilla vinsælda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni