Loftstokkahreinsunin K2 sérhæfir sig í hreinsun og sótthreinsun loftræstikerfa
Loftstokkahreinsunin K2 ehf. sérhæfir sig í hreinsun og sótthreinsun loftræstikerfa og hefur yfir áratuga reynslu af hreinsun loftræstikerfa á Íslandi. Magnús Ásmundsson, verkefnastjóri K2, segir fyrirtækið sinna einstaklingum sem og fyrirtækjum og það sé nóg að gera enda gríðarlega mikilvægt að hreinsa loftræstikerfi reglulega áður en þau skaða heilsu fólks.
„Við hreinsum óhreinindi og myglusvepp úr loftræstikerfum, hvort sem um ræðir í heimahúsum eða fyrirtækjum og stofnunum,“ segir Magnús. Magnús nefnir að fólk eigi til að hugsa of sjaldan út í að það þurfi að hreinsa loftræstikerfi reglulega sem verður til þess að raki getur safnast fyrir og myndað myglusvepp sem getur oft verið skaðlegur heilsu fólks. „Þetta gerist bæði heima hjá fólki og hjá fyrirtækjum. Það þarf að hreinsa til dæmis fjölbýlishús á þriggja til fimm ára fresti en það kemur mjög oft fyrir að það sé ekki gert yfirhöfuð. Kostnaðurinn sé ekki mikill við hreinsun lagna í fjölbýlishúsum en þessi aðgerð getur minnkað líkurnar á rakaskemmdum og myglu í lögnum heilmikið,“ segir Magnús í framhaldinu.
„Við þjónustum einnig veitingastaði með því að hreinsa eldhúsaháfa en það er mikilvægt til að minnka líkur á að það kvikni í, spara rafmagn og gera umhverfi starfsmanna heilsusamlegra og betra séu dæmi nefnd. Því er nauðsynlegt að hreinsa þá einu sinni eða oftar á ári,“ segir Magnús, en fyrirtækið býður upp á það besta sem völ er á í dag í alhliða hreinsun á eldhúsháfum.
Loftstokkahreinsunin K2 ehf býður upp á það besta sem völ er á í dag í alhliða hreinsun á eldhúsháfum.
„Stefna okkar er að vera ávalt með bestu fáanlegu efni, tæki og búnað. Allir okkar starfsmenn hafa sérhæft sig í þeirri þjónustu sem við veitum, hvar á landinu sem er,“ segir Magnús. „Eftir að hreinsun hefur verið lokið er kerfið vottað og skoðunarmiði frá okkur settur upp til staðfestingar á hreinsun fyrir eftirlit,“
segir Magnús. Hvað varðar skipin segir hann að miklu máli skiptir að það sé gott eftirlit með loftræstingu skipa: sjómenn geti ekki opnað glugga um borð til að fá ferskt loft í káetur og séu því enn háðari því en aðrir að loftsræsting virki sem best.
Það kemur stundum fyrir að starfsmenn K2 mæta á vettvang til að hreinsa loftræstingu, til dæmis í baðherbergi í fjölbýlishúsi, og þá kemur í ljós að ekki er þörf á hreinsun. Stundum þarf bara að skrúfa túðuna úr og þrífa. En þetta geta allir gert sjálfir. Þessi aðgerð er framkvæmd í þremur skrefum:
Þú byrjar á því að skrúfa miðjuna úr
Síðan snýrðu túðunni til að losa hana frá
Loks skolar þú túðuna og skrúfar hana síðan aftur í