Krydd & Tehúsið, Þverholti 7
„Við erum með töluvert af sælkeravöru og erum að auka það framboð. Núna bryddum við upp á þeirri nýjung að á fimmtudögum getur fólk keypt hér hummus sem gerður er á staðnum. Enn fremur er hér alla virka daga í boði súpa löguð á staðnum sem fólk getur tekið með sér. Í boði eru þrjár súpur og nýbakað súdeigsbrauð.“
Þetta segir Ólöf Einarsdóttir, annar eigenda Krydd & Tehússins, Þverholti 7, sem hún rekur með eiginmanni sínum, Omry Avraham. Ólöf bendir á að þeir viðskiptahættir sem stundaðir eru í verslun hennar séu mjög umhverfisvænir:
„Það er ný hugsun hér á landi að fólk geti keypt umbúðalausa matvöru. En ég held að þetta sé framtíðin. Fólk er að verða sífellt meðvitaðra um umhverfisvæna lifnaðarhætti og þeim fjölgar sífellt sem vilja sneiða hjá umbúðum ásamt því að kaupa ferska vöru,“ segir Ólöf.
Krydd & Tehúsið hefur þegar markað sér þá sérstöðu að vera eina sérverslun landsins með krydd en verslunin er orðin landsfræg fyrir ótrúlegt úrval af kryddi:
„Það er draumur okkar að í framtíðinni komi fólk í kryddbúð til að kaupa krydd eins og það fer í blómabúð til að kaupa góð blóm,“ segir Ólöf.
Verslunin er einnig þekkt fyrir afbragðsgott úrval af tei þar sem finna má allt frá jurtaseyði upp í fínustu tetegundir.
Krydd & Tehúsið
Þverholti 7
105 Reykjavík
Sími: 777-0027
Opið virka daga frá kl. 11 til 18 og laugardaga 11-18