fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FókusKynning

Leiðir til að líta upp af skjánum

Ekki láta snjalltækin stýra fjölskyldulífinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. júní 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mörgum nútímaheimilum eyðir fjölskyldan, allt niður í smábörn, talsverðum tíma við skjái á degi hverjum. Tæknin er undursamleg, en samt er óneitanlega eitthvað örlítið bogið við að eins árs börn sitji og fletti myndum í snjallsímum án þess að nokkur hafi þjálfað þau til iðjunnar. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

Á sumum heimilum eru skýrar reglur um skjátíma, en annars staðar ekki. Þó svo að ásetningur foreldra sé góður, er fjöldi heimila í landinu ofurseldur valdi snjalltækjanna. Málið snýst bæði um samskipti, samveru, og líkamlega virkni. Á meðan við sitjum hokin yfir tækjunum, erum við kannski að læra eitthvað um heiminn, en það er fátt á skjánum sem getur komið í staðinn fyrir mannleg tengsl og virkni í raunheimi.

Hér eru nokkur ráð fyrir foreldra sem vilja líta upp og gefa gott fordæmi. Horfa í augu barnanna sinna og nota tímann í annað en smáforrit og samfélagsmiðla.

Spjall

Útskýrðu fyrir börnunum hvers vegna það er mikilvægt að hreyfa sig og leika sér úti – ferskt loft, sólarljós og líkamleg virkni utandyra. Margir telja að við eigum ekki að eyða meira en tveimur klukkustundum við skjá á degi hverjum, umfram það sem við þurfum vegna náms eða vinnu.

Verðlaun og refsingar

Sumir foreldrar nota skjátíma sem gjaldmiðil til að fá börn til að gera eitthvað, eða hóta minni skjátíma til að fá þau til að láta af óæskilegri hegðun. Með þessu fær skjátíminn óþarflega mikið vægi í huga barnsins.

Tímamörk

Settu húsreglur um skjátíma, eða skjálausan tíma. Þú þarft að vera góð fyrirmynd og fara eftir reglunum. Þegar börnin sjá þig fara eftir reglunum, eru þau líklegri til að leggja sig fram við það líka. Ein leið gæti verið að gefa hverjum fjölskyldumeðlimi tvær klukkustundir við skjá, eftir skóla eða vinnu. Öðrum hefur gefist vel að hafa tölvulausan tíma milli 16 og 20 á degi hverjum, svo dæmi sé nefnt.

Skráning

Tíminn við skjáinn líður oft ansi hratt og áður en við vitum er kominn háttatími! Það er þess vegna ágætt að skrásetja tímann sem hver fjölskyldumeðlimur notar við skjáinn annars vegar, og hins vegar í líkamlega virkni, eins og gönguferðir, tiltekt, íþróttir, og leik. Prófið að taka eina viku í verkefnið. Ef í ljós kemur að einhver notar meiri tíma við skjá en í virkni er hægt að hjálpast að við að setja markmið til að snúa því við.

Svefnherbergið

Þetta hafa nú flestir heyrt áður. En það er sérlega góð hugmynd að gera öll svefnherbergi að skjálausum svæðum. Birtan af snjall- og tölvuskjáum er sérstaklega slæm fyrir svefninn og í svefnherbergjum á að ríkja ró og slökun.

Aðrir valkostir

Þeir sem eyða stórum hluta af frítíma sínum við skjái, eru jafnvel búnir að gleyma ýmsu öðru sem heimurinn býður upp á. Gefðu börnunum hugmyndir um skemmtilega hluti sem hægt er að gera í staðinn.

Máltíðir

Sameiginlegar máltíðir fjölskyldunnar eru tilvalinn vettvangur fyrir spjall. Ef allir sammælast um að skilja snjalltæki eftir utan eldhússins, og slökkva á sjónvarpinu, verða þær enn ánægjulegri. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldur sem snæða saman eru líklegri til að borða hollari mat. Reynið að hafa að minnsta kosti eina sameiginlega máltíð á dag sem býður upp á spjall og samveru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“