Fjórir góðir staðir til að upplifa Ísland – Portúgal
Augu flestra landsmanna munu beinast að sjónvarpsskjáum í kvöld þegar Ísland mætir Portúgal á EM, í fyrsta leik karlalandsliðsins í knattspyrnu á stórmóti. Að sjálfsögðu kjósa margir að horfa á leikinn heima hjá sér, en aðrir vilja njóta þessarar einstæðu stundar í fjölmenni. Hér að eru nokkrir staðir sem ætla að taka sérstaklega vel á móti þeim sem koma til að horfa á Ísland – Portúgal á EM í kvöld. Flautað verður til leiks kl. 19:00.
Það verður rífandi EM-stemning á Snóker- og Poolstofunni, Lágmúla 5, á leik Íslands og Portúgal í kvöld. Þarna er heldur betur góð aðstaða til að fylgjast með leiknum, sex skjávarpar í hæstu gæðum auk þess sem margir flatskjáir eru á staðnum. Kaldur af krana verður á 590 krónur meðan á leiknum stendur.
Það þarf ekki að kynna Sportbarinn Ölver í Glæsibæ fyrir neinum fótboltaunnanda enda flykkjast þeir þangað árið um kring til að horfa á stórleiki á breiðtjaldi og njóta góðra veitinga. Enn fremur hefur stuðningsmannaklúbbur landsliðsins, Tólfan, hitað þar upp með eftirminnilegum hætti.
Á leik Íslands og Portúgal verður stór af krana á aðeins 600 krónur. Auk þess verða ýmis önnur verulega hagstæð tilboð á mat og drykk. Í boði eru meðal annars hamborgarar, pítsur og kjúklingavængir og eru flestir réttirnir á um 2.000 krónur með köldum af krana inniföldum.
Veitingastaðurinn Bazaar var opnaður fyrir um fimm vikum en hann er í eigu hins dáða atvinnumanns og fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu, Arnars Gunnlaugssonar. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 18 á Bazaar en þar mun Arnar sjálfur halda tölu, fara yfir möguleika Íslands og fjalla um portúgalska liðið.
Matseðillinn á Bazaar er fjölbreytilegur og metnaðarfullur en meðal rétta sem henta sérstaklega vel með boltanum eru Bazaar-borgarinn sem er í brioche-brauði og er meðal annars með osti og trufflu- og hvítlauksmajónesi. Þá má nefna kjúklingasamloku með BBQ-sósu, sem og sveppapítsu og hráskinkupítsu.
Að sjálfsögðu á fótboltabærinn Akranes góðan sportbar. Vitakaffi, Stillholti 16–18, Akranesi, er staður sem ávallt kappkostar að sinna knattspyrnuáhugafólki vel enda er Vitakaffi vinsælt meðal þeirra sem til dæmis fylgjast með enska boltanum og Meistaradeildinni. Það má hins vegar búast við sérlega mikilli aðsókn á Vitakaffi þegar flautað verður til leiks á Ísland–Portúgal í kvöld, þriðjudag. Tilboð verða á mat og drykk, meðal annars á hamborgurum, og kaldur af krana verður á 2 fyrir 1 tilboði.