fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Partýkerran: Mætir með stemninguna á allar stærstu útihátíðir sumarsins!

Kynning

Helíumblöðrur, kandífloss, krap og stórir sleikjóar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. júní 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Partýkerran mætir hress og kát á allar stærstu útihátíðirnar en hún fór fyrst af stað árið 2011. Nú er allt klappað og klárt fyrir sumarið framundan og að vanda mun hún vekja lukku barna á öllum aldri.
Erla Sveinsdóttir segir að Partýkerran sé stútfull af nýjum vörum og hafi byrjað með látum á sjómannadaginn í Grindavík.

„Við bjóðum upp á alls kyns skemmtilegar partývörur, eins og t.d. hatta, hárkollur, blikkandi blómakransa og ljósa-sverð. Langvinsælastir eru nú svokallaðir ljósaspinnerar með t.d. Frozen-laginu og margt, margt fleira. Við státum okkur af því að vera með yfir 100 vörutegundir! Úrvalið af blikkandi ljósum er endalaust en þau njóta sín einstaklega vel í brekkusöngnum eða við varðeldinn. Það er virkilega gaman að sjá ömmurnar og afana njóta þess að gefa barnabörnunum slíka gripi. Það er ávallt gleði og einstök gleðistemning í kringum Partýkerruna. Svo er Lilja andlitsmálari stundum með í för.“

Helíumblöðrur, kandífloss, krap og stórir sleikjóar

„Við erum einnig með átta krapvélar og er það orðið vinsælast hjá okkur á sumrin, enda fátt fjörugra og meira svalandi en að fá sér ískalt krap í öllum regnbogans litum í sólinni. Við erum að sjálfsögðu einnig með hið sívinsæla kandífloss í mörgum litum. Helíumblöðrur með Frozen og Minons hafa algjörlega slegið í gegn, ásamt stóru snuddu-sleikjóunum.“

Útihátíðir og alls kyns viðburðir

„Þjónustan sem ég veiti er eins og best verður á kosið og Partýkerran hefur öll tilskilin vottorð, eins og t.d. frá heilbrigðisyfirvöldum. Partýkerran er líka góðu sambandi við aðstandendur bæjarhátíða en sinnir líka að sjálfsögðu litlum viðburðum. Ég er bókuð nær allar helgar í sumar en eitthvað er eftir af lausum virkum dögum. Ég hlakka til að mæta á Kótelettuna um næstu helgi en að sjálfsögðu verður Partýkerran á staðnum. Einnig verður hún á Mærudögum, Einni með öllu, Ljósanótt og á fleiri flottum hátíðum.“

Hefurðu áhuga á að fá Partýkerruna á þína útihátíð eða annan viðburð?
Endilega hafðu samband við okkur og við gerum okkar besta!
Partýkerran, sími: 861-2386. Netfang: partykerran@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni