fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Ævintýralegar afmælisveislur

Kynning

Smáratívolí býður upp á einstaka afmælisdagskrá

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. júní 2016 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smáratívolí býður upp á fjölbreytta afmælisdagskrá í ævintýralegu umhverfi þar sem engum ætti að leiðast. Þarna er allt stútfullt af alls konar spennandi tækjum, leikjum og afþreyingu sem gera veisluna ógleymanlega fyrir gesti, foreldra og ekki síst, afmælisbarnið sjálft. Smáratívolí býður upp á sérstaka afmælisdagskrá sem sniðin er að þörfum og óskum barna á ólíkum aldursskeiðum.

Fjölbreytt dagskrá

Boðið er upp á fjórar gerðir af barnaafmælispökkum þar sem hin ýmsu leiktækifæri tívolísins eru nýtt; Lazertagpartý, Frumskógarpartý, Leikjapartý og Mega leikjapartý. Til viðbótar við leiki og fjör fylgja hverjum pakka tvær pítsusneiðar á mann og djús og gos eins og börnin vilja.

Góður afmælisdagur

Veitingar - Þeir sem halda afmælisveislu í Tívolíinu hafa aðgang að afmælisbás merktum afmælisbörnunum þar sem veitingarnar eru bornar fram.
Veitingar – Þeir sem halda afmælisveislu í Tívolíinu hafa aðgang að afmælisbás merktum afmælisbörnunum þar sem veitingarnar eru bornar fram.

Til viðbótar við pítsuna sem tívolíið útvegar getur fjölskylda afmælisbarnsins komið með aðrar veitingar s.s. hefðbundna súkkulaðiköku. „Ef þess er óskað er sjálfsagt að bæta við grunnpakkann öðrum veitingum, t.d. köku frá bakaríi, kandífloss, poppi, krapdjús, ís eða sleikjó.

Í raun þurfa þau varla annað en að klæða barnið í sparifötin og koma á staðinn, því við sjáum um allt hitt. Pítsurnar fáum við frá Rizzo express, borðbúnaður og glös fylgja með, og við bæði dekkum upp og tökum til eftir veisluna. Gaman er að bera þetta saman við alla þá vinnu sem annars færi í að gera heimlið hreint bæði fyrir og eftir barnaafmælið, verja löngum stundum í eldhúsinu við matar- og kökugerð, og þurfa svo að hafa ofan af fyrir öllum börnunum á meðan veislan stendur yfir.“
Þá er tilvalið fyrir foreldra að sameina afmælisveislur tveggja eða fleiri barna til að minnka kostnaðinn.

Afmælisbarnið fær sérstaka gjöf frá Smáratívolíi

Öll afmælisbörn fá að gjöf frá Smáratívolíi klukkutíma kort í tívolíið sem gildir í öll tæki nema vinningatæki og barnagæslu. Hægt er að bóka barnaafmæli í Smáratívolíi á vefsíðunni www.smarativoli.is/afmaeli/, en þar má einnig finna allar frekari upplýsingar um þjónustuna sem er í boði.

Afmælispakkar

Frumskógarpartíý: 1.990 kr. á barn.Leikjapartý: 2.390 kr. á barn.Lasertagpartý: 2.390 kr. á barn.Mega leikjapartý: 3.790 kr. á barn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni