fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Blómstrandi úrval af trjám og runnum

Kynning

Nátthagi, Hvammsvegi í Ölfusi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. júní 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nátthagi Garðplöntustöð, sem staðsett er að Hvammsvegi í Ölfusi, býður upp á afar fjölbreytt úrval af harðgerðum trjám og runnum fyrir garða og skógrækt. Þarna starfar Ólafur Sturla Njálsson þrotlaust að ræktun trjáplantna og miðlar fróðleik og góðum ráðum til viðskiptavina sinna. „Hingað kemur fólk til að kaupa tré og runna. Ég er ekki með fjölær blóm og sumarblóm og ekki með grænmeti en hef lagt áherslu á að sérhæfa mig í þessu. Hér rækta ég alls konar skrautrunna, dvergrunna, sígræna runna og alparós. Síðan er ég með mikið úrval af lyngplöntum og gríðarlegt úrval af ávaxtatrjám,“ segir Ólafur en ávaxtatrén framleiðir hann sjálfur.

„Ég hef verið að rækta og prófa ávaxtatré í fjögur ár samfellt og það hefur safnast upp hjá mér heilmikill fróðleikur um þau. Hér eru komin yfir 160 ávaxtayrki í jörð. Eplatrén eru í einu rjóðri og þau eru orðin 99. Perutrén eru í öðru rjóðri, kirsuberjatrén í því þriðja og plómutré í því fjórða.“

Að sögn Ólafs seljast eplatrén og kirsuberjatrén best en perutrén og plómutrén eru smám saman að sækja í sig veðrið. En er virkilega raunhæft að láta ávaxtatré blómstra til dæmis í húsagarði í Reykjavík?

„Það er alveg raunhæft ef þú hefur stað þar sem er svo hlýtt að þú myndir vilja liggja þar í sólbaði. Ávaxtatrén eru vissulega fyrir norðan sín veðurfarslegu mörk hér nema þau séu sett á staði sem eru í svo góðu skjóli að hægt er að liggja þar í sólbaði. Það er staðurinn þar sem ávaxtatréð á að vera og þar fær það hita. Auk þess mega þau alls ekki standa í roki. Skjól og sól, þá er þetta komið. Það þarf að útbúa aðstæðurnar þannig að trénu líði sem best og það fái nægilegan hita.“

Að sögn Ólafs eru viðskiptavinir hans af ýmsu tagi, til dæmis fólk sem á og ræktar venjulega húsagarða, sumarhúsaeigendur og skógræktendur. Hvað stór tré varðar segir hann að mest sé keypt af birki, reyni og greni:

„Ég er með alveg upp í sex metra háa ilmreyni til sölu á 50.000 krónur, 21 árs gömul tré, og þykir ansi gott,“ segir Ólafur en lyngrósir eru líka vinsælar: „Ég er með ákveðna taktík við að rækta þær sem ég kenni fólki. Það er ákveðin spóla sem fer alltaf í gang þar sem ég fræði fólk um hvað þarf að gera svo þær þrífist vel. Og það þarf alls ekki að gera jarðveginn súrari fyrir þær á Íslandi. Það virðist eingöngu eiga við í heitari löndum. Norður-Noregur er með sömu reynslu og við hvað þetta atriði varðar.“

Nátthagi býður enn fremur upp á mikið úrval af klifurplöntum, mörg yrki af fjallabergsóley, kóreubergsóley, bergfléttur og fáein yrki af skógartopp. Lyngplöntur eru jafnframt til í miklu úrvali og njóta vinsælda hjá viðskiptavinum Nátthaga.

Heilmikinn fróðleik og fallegar myndir er að finna á Facebook-síðu Nátthaga en einnig á persónulegri Facebook-síðu Ólafs sem finnst með því að slá upp nafninu Ólafur Sturla Njálsson á Facebook. Síðast en ekki síst heldur Nátthagi út ágætri heimasíðu á slóðinni www.natthagi.is

Opið er hjá Nátthaga alla daga vikunnar frá kl. 10 til 18.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni