„Vegan“ Tyrkisk Peber-ísinn hefur notið fádæma vinsælda“
Í þessari vinsælu, hafnfirsku ísbúð er ítalskur kúluís í hávegum hafður en einnig er boðið upp á klassískan rjómaís úr vél. Bragðarefur með góðu úrvali af nammi og ekta gamaldags sjeik eru að sjálfsögðu einnig á boðstólum. Allt hráefni er af hæsta gæðaflokki og engin litarefni né önnur gerviefni eru notuð í framleiðslu.
Eigandi Hafíss, Ívar Erlendsson, fór alla leið til Ítalíu, frægasta ísgerðarlands heims, að læra ísgerðarlist þarlendra og er því einkar vel að sér í ísgerðarmálum.
Fyrir þá sem eru með glútenóþol er Hafís-ísverslunin afbragðskostur því nær allur ís sem þar er á boðstólum er glútenlaus. Hafís býður að auki upp á ótrúlega góðan „vegan“ ís – sem er ekta ís en ekki sorbet. Oftast eru alla vega þrjár vegan bragðtegundir í boði en þær eru annars mismunandi eftir dögum. „Vegan“ Tyrkisk Peber-ísinn hefur notið fádæma vinsælda“.
Umsagnir hamingjusamra ísunnenda:
„Æðislegur vegan ís! Sérstaklega turkish pepper.“
„Frábær ís og feikna gott að úrval af kúlu ís og allt þetta hefðbundna líka.“
„Æðislegur ís – fékk mér vegan mango, yummi yummi.“
„Afbragðsgóður ís og góð þjónusta. Kem aftur í næsta ísrúnti.“
Hafís
Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði
Opnunartímar: Mánudaga – föstudaga : kl. 13:00 – 23:00. Um helgar: 12:00-23:00.
www.hafis.is