Hægt að fylgjast með þremur leikjum í einu
Snóker- og poolstofan er rótgróið fyrirtæki og hefur verið í Lágmúla 5 í Reykjavík síðan 1998. Miklar endurbætur og útlitsbreytingar eru nú í gangi, verið er að koma fyrir yfir hundrað stólum og tveimur tíu manna sófum til að knattspyrnuaðdáendur geti gert sér glaðan dag við að fylgjast með strákunum okkar á EM í Frakklandi. Brynjar Valdimarsson, eigandi staðarins, vinnur nú hörðum höndum að því að gera stemninguna magnaða:
*„Nú erum við að koma inn stólum, það verða um 100 sæti laus, 15 við borð. Svo verða sérstök lúxusborð og sófar sem fólki gefst kostur á að panta. Bjórinn er venjulega á 840 krónur en þegar strákarnir okkar verða að spila verður bjórinn á sérstöku tilboði, einungis 590 krónur.“ *
„Hljóðkerfið er örugglega eitt það flottasta ef ekki það flottasta á landinu. Hátalararnir eru óteljandi og munu snúa niður sem gerir okkur kleift að sýna allt að fimm leiki í einu með fullu hljóði. En ég geri ráð fyrir að við sýnum þrjá í einu til að koma í veg fyrir að hljóð úr einum leik trufli hina,“ segir Brynjar stoltur.
Á Snóker- og poolstofunni býðst áhugasömum að eignast klúbbakort fyrir 500 krónur á ári. Kortið gerir klúbbmeðlimum kleift að fá afslátt af bæði leikjum og veitingum.
„Við reynum að vera eins ódýr og hægt er og því er verðið hjá okkur mjög hagstætt, á bæði drykkjum og mat,“ segir Brynjar. Boðið er upp á veitingar á staðnum; drykki, smárétti, hamborgara og pitsur:
„Við erum með hamborgara og seljum mikið af þeim enda eru þeir ansi góðir, einnig pitsur frá Italiano sem er í Kópavogi. Þegar við erum með hópa þá getum við pantað frá þeim fyrir hópinn.“
„Búið er að koma upp mjög góðri aðstöðu til að horfa á boltann og aðra viðburði. Uppi eru fjórtán flatskjáir og fimm hágæða skjávarpar sem sjá um að allir gestir geti fylgst með. Öll sjónvörpin eru í HD og hægt er að horfa á í 3D,“ segir Brynjar, og nefnir mótin sem hafa verið haldin á staðnum fyrir Billiardsamband Íslands, bæði í pool og snóker. Það er því alltaf eitthvað að gerast á Snóker- og poolstofunni.
Á staðnum eru átján poolborð og fjögur snókerborð og er mikið um að bæði einstaklingar og hópar sæki staðinn.
Snóker- og poolstofan er í Lágmúla 5, Reykjavík – S: 581-1147 – netfang pool@pool.is,
Heimasíða www.pool.is Facebook
Opnunartími
Sunnd. til fimmtud. frá kl. 11:00 – 01:00. Föstudaga og laugardaga frá kl. 11:00 – 03:00