Kanilsnúðar
Sjötti Snarl-þátturinn inniheldur ljúffenga en jafnframt einfalda aðferð við að baka kanilsnúða.
Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla og hvetjum við ykkur til að nota myllumerkið #snarlið Margar einfaldar og skemmtilegar uppskriftir af hollum réttum er hægt að finna hér
Vantar ykkur einfalda og þægilega lausn við baksturinn um helgina? Því ekki að skella í kanilsnúða um helgina. Snarlmeistarinn og sjónvarpskokkurinn Ebba Guðný er þekkt fyrir að kenna okkur, jafnt ungum sem öldnum, að elda afbragðsgóða og um leið holla rétti.
Ebba í samstarfi við Krónuna setti saman nokkur stutt myndbönd sem innihalda einfaldar og hollar uppskriftir. Hér að neðan sjáum við þær Ebbu og Rán baka kanilsnúða.
200 g fínmalað spelt
(eða annað mjöl sem er til heima)
150 g grófmalað spelt
(eða annað mjöl sem er til heima)
4 tsk. vínsteinslyftiduft
3-4 msk. hunang
50 g smjör
1-1½ dl mjólk að eigin vali
(eða hrein jógúrt og nota volgt vatn á móti)
Brætt smjör (ca. 4 msk.)
kanill og sæta/sulta eftir smekk
Athugið að allt heimabakað verður eins og nýtt ef því er stungið inn í heitan ofn í smástund.
Dagur 1 – Chia-grautur
Dagur 2 – Pizza fyrir einn
Dagur 3 – Epla-nachos
Dagur 4 – Heitt kakó
Dagur 5- kókoskúlur