Heitt kakó
Fjórði Snarl-þátturinn inniheldur ljúffenga en jafnframt einfalda aðferð við að laga heitt kakó.
Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla og hvetjum við ykkur til að nota myllumerkið #snarlið
Vantar ykkur einfalda og þægilega lausn við að laga kakó ? Snarlmeistarinn og sjónvarpskokkurinn Ebba Guðný er þekkt fyrir að kenna okkur, jafnt ungum sem öldnum, að elda afbragðsgóða og um leið holla rétti.
Ebba í samstarfi við Krónuna setti saman nokkur stutt myndbönd sem innihalda einfaldar og hollar uppskriftir. Hér að neðan sjáum við þau Ebbu og Nóa laga heitt kakó.
1 dl vatn
3-4 msk. kakó
2-3 msk. kókospálmasykur, hunang eða hrásykur
6-10 dropar vanillustevía
(setjið í lokin ef þið viljið hafa kakóið sætara)
4 dl mjólk
Ef þið eigið ekki stevíu bætið þið bara við sætu að eigin vali ef þið viljið hafa kakóið sætara.
Önnur útgáfa: Bræðið 50g af 56% súkkulaði í ½ l af mjólk að eigin vali. Hitið vel og þá er það tilbúið! Má sæta ögn með ½ tsk. af vanilludufti, 1 tsk. af lífrænu hunangi eða 6 dropum af vanillu-, karamellu- eða kókosstevíu.
Dagur 1 – Chia-grautur
Dagur 2 – Pizza fyrir einn
Dagur 3 – Epla-nachos