fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
FókusKynning

Hollt Snarl úr einföldum hráefnum – dagur 1:

Chia-grautur

Berglind Bergmann
Mánudaginn 23. maí 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti Snarl-þátturinn inniheldur ljúffenga en jafnframt einfalda aðferð við að búa til chia-graut.
Markmið Snarlsins er að vekja áhuga hjá krökkum á að læra að elda sjálf holla og fljótlega rétti eftir skóla.

Vantar ykkur einfalda og þægilega lausn að góðum morgumat? Snarlmeistarinn og sjónvarpskokkurinn Ebba Guðný er þekkt fyrir að kenna okkur, jafnt ungum sem öldnum, að elda afbragðsgóða og um leið holla rétti.

Ebba í samstarfi við Krónuna setti saman nokkur stutt myndbönd sem innihalda einfaldar og hollar uppskriftir. Hér að neðan sjáum við þær Ebbu og Aldísi matreiða chia-grautinn.

Chia-grautur

3 msk. chia-fræ
1½-2 dl lífræn möndlumjólk eða hrísmjólk
Berjamauk
Ávextir að eigin vali
(t.d. banani eða mangó)

• Til að útbúa berjamauk: Sjóðið 1 dl af frosnum berjum og 1 msk. af vatni rólega í potti í um það bil 1 mínútu, stappið með stappara og geymið svo í kæli í glerkrukku með loki. Ég set alltaf nokkra dropa af vanillustevíu í mitt berjamauk. Geymist í um 1-2 daga.
• Best er að gera allt klárt kvöldið áður en maður ætlar að borða hann í morgunmat.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=G5Gfa31TV34?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Chia-Grautur fleiri einfaldar og skemmtilegar uppskriftir má finna á www.snarlid.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ