fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Graníthöllin – Viðgerðir og viðhald legsteina

Kynning

Allt innifalið: 100 – 250 þúsund króna lækkun á heildar kostanaði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graníthöllin er í rúmgóðu og fallegu húsnæði að Bæjarhrauni 26í Hafnarfirði þar sem vel er tekið á móti öllum, enda ávallt heitt á könnunni á þeim bænum og bakkelsi í boði.

Viðgerðir og viðhald allra tegunda legsteina

Heiðar Steinsson, eigandi Graníthallarinnar, segir að nú sé að fara í hönd sá árstími þegar auðveldara sé að eiga við lagfæringar á legsteinum. „Legsteinar sem lengi hafa staðið úti í alls kyns veðri og eiga það til að láta á sjá, eins og við Íslendingar þekkjum.Það gerist stundum að ýmis óhreinindi festast við steininn og oft og tíðum dofnar letur eða málning flagnar úr – svo áletrunin verður jafnvel ólæsileg. Frost og þíða, með mikilli bleytutíð inni á milli, getur komið róti á jarðveginn og valdið því að legsteinar taki að halla,“ .

Þar koma starfsmenn Graníthallarinnar sterkt inn; því bæði viðhald og þrif eru mikilvægir þættir í starfseminni.

„Hjá okkur vinna menn með áralanga reynslu og þeir eru vel tækjum búnir. Graníthöllin tekur að sér viðgerðir og viðhald allra tegunda legsteina , þrif og endurmálun leturs, auk þess að rétta við steina og styrkja jarðveg eða undirstöður. Það borgar sig að laga legsteina sem eru farnir að halla eða við það að falla á hliðina. Sé ekkert að gert, getur legsteinninn skapað slysahættu, auk þess sem steinninn getur skemmst við fall. Við lögum slíkt fyrir sanngjarnt verð og bjóðum einnig upp á að bæta við nöfnum á eldri legsteina og hreinsa upp letur og endurmála í stafi ef það er farið að sjá á áletruninni.“ segir Heiðar

Fallegir legsteinar

Verð áður sýnir upp allan kostnað. Legsteininn, uppsetningu, ímálun leturs og fleira.
Brot af úrvalinu Verð áður sýnir upp allan kostnað. Legsteininn, uppsetningu, ímálun leturs og fleira.

Að sögn Heiðars býður Graníthöllin fallega og vandaða legsteina og fyrsta flokks þjónustu á samkeppnishæfu verði. „Graníthöllin býður upp á fjölbreytt úrval legsteina úr graníti. Um er að ræða allt frá einföldum og klassískum legsteinum, upp í skrautlega steina með miklum útskurði. Í verslun okkar að Bæjarhrauni 26 erum við með yfir hundrað gerðir af legsteinum og ef þú finnur ekki það sem þú leitar að er ekkert mál að sérpanta, eftir óskum hvers og eins. Það er ekki dýrara og því ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Heiðar.

Allt innifalið: 100 – 250 þúsund króna lækkun á heildar kostanaði

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=t3rzpVGC0Fo?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

„Við erum einnig með einstaklega gott tilboð þessa dagana og nú er allt innifalið með öllum legsteinum sem í boði eru. Þetta er í raun 100 – 250 þúsund króna lækkun á heildar kostanaði allt eftir því hvaða stein fólk velur“.

Með öllum stærri steinum fylgir; granít lukt, batterískerti, granítvasi, áletrun, ígrafin mynd og frí uppsetning innan höfuðborgarsvæðisins
Verð frá kr. 225.420 með öllu ofantöldu innifalið.

Með minni steinum fylgir; áletrun, spörfugl, ígrafin mynd og frí uppsetning innan höfuðborgarsvæðisins.
Verð frá kr. 139.000 með öllu ofantöldu innifalið.

Uppsetning

Aðalatriðið í hverju verki er grunnurinn sem þarf að vera traustur til að steinninn haldist stöðugur
Undirstaðan Aðalatriðið í hverju verki er grunnurinn sem þarf að vera traustur til að steinninn haldist stöðugur

Uppsetning felst í því að koma legsteini á sinn stað. Vinnuaðferð Graníthallarinnar er sú að grafið er niður í leiðið og þar í settur hellusandur til að mynda sterka undirstöðu fyrir legsteininn og beðramma, þegar það á við. „Við setjum upp legsteina á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðarlögum og pökkum fyrir landsbyggðina þar sem við sendum um allt land. Við ráðleggjum fólki sem vill fá stein setta upp í sumar að panta sem fyrst. Þessa dagana erum við á fullu að setja upp steina sem voru pantaðir eftir áramót og nú þegar er fjölmargar uppsettningar sem liggja fyrir í sumar.“ – segir Heiðar að lokum.

Graníthöllin ehf
Bæjarhrauni 26, 220 Hafnarfirði
Sími: 555 3888
Opið er alla virka daga frá kl. 09 – 18

www.granithollin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni