fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Má bjóða þér starf á einmanalegustu eyju í heimi?

Vel borgað, engin samkeppni og stuttur vinnudagur

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2016 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tristan da Cunha er lítill eldvirkur eyjaklasi í suðurhluta Atlantshafsins – nokkurn veginn mitt á milli Suður-Ameríku og Suður-Afríku. Á dögunum var auglýst starf á stærstu eyjunni, sem einnig heitir Tristan da Cunha, og er óhætt að segja að hún hafi vakið athygli.

Er mitt á milli Suður-Ameríku og Suður-Afríku.
Tristan da Cunha Er mitt á milli Suður-Ameríku og Suður-Afríku.

Það er engin furða að Tristan da Cunha sé stundum nefnd einmanalegasta eyja í heimi – því hún er það líklega.
Eyjarnar lúta breskri stjórn og á dögunum var auglýst eftir bifvélavirkja til að starfa á eyjunni. Launin eru nokkuð góð sé litið til þess að álagið í vinnunni er ekki mikið og vinnudagurinn ekki langur.

Íbúar Tristan da Cunha eru um 265 talsins og eru eyjurnar afskekktasti eyjaklasi heims þar sem búið er að staðaldri. Í austri er Suður-Afríka í 2.400 kílómetra fjarlægð og í vestri er Suður-Ameríka í 3.300 kílómetra fjarlægð. Tvö þúsund kílómetra í norður er Sankti Helena.

Um 125 bílar eru á eyjunni og er aðeins einn vegur á henni, M1, sem liggur frá þorpinu að kartöflugörðum eyjunnar. Yfirvöld á Tristan da Cunha þurfa mann til að halda bílaflotanum gangandi, enda er næsta bílaverkstæði í Höfðaborg í Suður-Afríku. Og það tekur nokkra daga að sigla þangað.

Árslaunin eru 25 þúsund pund, eða 4,5 milljónir króna. Það jafngildir um 375 þúsund krónum á mánuði. Vinnutíminn er sveigjanlegur en gert er ráð fyrir að bifvélavirki sem ræður sig til starfa þurfi að vinna að jafnaði sex klukkustundir á dag. Ráðningin er til tveggja ára.

Þar sem fáir íbúar eru á eyjunni er ekki mikið um að vera en þó eitthvað. Þannig er lítill golfvöllur á eyjunni, eyjaskeggjar geta farið á diskótek á laugardagskvöldum og þá er einn bar í þorpinu. Í starfslýsingu kemur fram að um tilvalið starf sé að ræða fyrir þá sem vilja minnka við sig vinnu eða eru á leið á eftirlaun fljótlega – enda rólegt og gott umhverfi.

Saga eyjaklasans er um margt merkileg en það var portúgalskur sæfari, Tristao da Cunha, sem fann þær árið 1506. Engin byggð var á eyjunum allt til 18. aldar að bandarískir hvalveiðimenn komu sér þar fyrir. Árið 1961 gaus eldfjallið á eyjunni sem varð til þess að íbúar þurftu að flýja og voru þeir fluttir til Bretlands. Flestir íbúanna snéru aftur tæpum tveimur árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt