fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Alþjóðleg menntun ungmenna – spænskunám, leiðtoganámskeið, ævintýri

Kynning

Sumarbúðir Mundo í Aranda á Spáni og í Reykjavík

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin ár hefur ferðaskrifstofan Mundo haslað sér völl með innihaldsríkum ferðum þar sem menntun, skemmtun, menning og þjálfun eru í fyrirrúmi. Óhætt er að fullyrða að flaggskip Mundo séu sumarbúðirnar sem haldnar eru jafnt á Spáni sem í Reykjavík. Ef þú ert ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára þá býðst þér annars vegar að taka þátt í sumarbúðum í Reykjavík eða í Aranda á Spáni þar sem þú lærir spænsku, lendir í ævintýrum og kynnist fullt af kátum og skemmtilegum krökkum. Sumarbúðirnar í Reykjavík eru ókeypis en hinar eru það ekki.

Sumarbúðir Mundo í Aranda á Spáni

Alþjóðleg reynsla og færni skiptir höfuðmáli fyrir komandi kynslóðir því börnin okkar verða að kunna tungumál svo vel að þau nýtist þeim í starfi. Foreldrum reynist sérlega auðvelt að gefa börnum rætur en málið vandast þegar kemur að því að ljá þeim vængi. Þá sjáum við allar þær hættur sem steðja að eftirlitslausum unglingum í útlöndum og veljum frekar að halda þeim heima. Mundo hannaði sumarbúðirnar á Spáni með það fyrir augum að þar sé í boði allt sem unglingum þykir skemmtilegt en að fyllsta öryggis sé gætt. Krakkarnir læra spænsku, fara á leiðtoganámskeið og lenda svo í alls kyns ævintýrum sem innihalda skoðunarferðir, strandferðir, sundlaugarferðir, íþróttir og annað skemmtilegt.
Sumarbúðirnar eru haldnar í Aranda dagana 10.–31. júlí og Zafra í júní. Uppselt er til Zafra en enn eru nokkur sæti laus til Aranda. Mundo vinnur í þessum bæjum í gegnum persónuleg sambönd sem tryggja að ungmennin fara inn á góð heimili. Þannig myndi 15 ára stelpa dvelja á heimili þar sem er 14–16 ára stelpa. Spænska stúlkan tekur fullan þátt í dagskránni í sumarbúðunum en er á enskunámskeiði á sama tíma og íslenska stelpan er á spænskunámskeiði.

Nánari upplýsingar um sumarbúðirnar má lesa hér á heimasíðu Mundo

Sumarbúðir Mundo í Reykjavík

Mundo er í samvinnu við skóla í Madríd sem sendir hingað 26 ungmenni dagana 28. júní til 20. júlí. Þessa dagana leitum við að fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu sem vilja taka þátt í verkefninu með okkur. Sumarbúðirnar byggja á sambandi við fósturfjölskyldurnar þar sem báðir aðilar hagnast. Dæmi: Ef það er 15 ára strákur í fjölskyldunni þá hýsir fjölskyldan 14–16 ára spænskan strák og hugsar um hann sem sitt eigið barn í þrjár vikur. Í staðinn býðst unglingnum í fjölskyldunni að sækja spænskunámskeið og taka þátt í afar fjölbreyttri dagskrá með hópnum allan tímann. Farið verður í vettvangsferðir, alls konar útidagskrá, eina útilegu, o.fl. Þetta er ævintýri!

Mundo sér um unglingana frá 9–17 en fjölskyldan eftir það og um helgar. Unglingurinn kynnist 25 nýjum íslenskum krökkum á sama aldri og 26 spænskum. Frábært tækifæri fyrir unglinga til að víkka sjóndeildarhringinn og hafa gaman af í leiðinni.

Ekki hika við að hafa samband við okkur: margret@mundo.is og birna@mundo.is, ef þú hefur áhuga á að senda unglinginn þinn út eða taka Spánverja inn á heimilið í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni