fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

17 ára piltur setti heimsmet í upphífingum

Sló gamla heimsmetið um 500 upphífingar

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 20. maí 2016 21:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Shapiro, sautján ára bandarískur piltur, setti nýtt heimsmet í upphífingum á dögunum. Óhætt er að segja að fáir standi Shapiro snúning þegar kemur að því að hífa sig upp.

Shapiro setti í raun þrjú heimsmet um síðustu helgi; flestar upphífingar á sex klukkustundum; flestar upphífingar á tólf klukkustundum og flestar á 24 klukkustundum.

Í heildina gerði Shapiro 7.306 upphífingar, en hann hefur æft stíft undanfarna sex mánuði. En hvers vegna ákvað hann að leggja þetta á sig? Fyrir utan þá staðreynd að það er eflaust svalt fyrir sautján ára ungling að eiga heimsmet í Heimsmetabók Guinness fékk hann innblástur af öðru. Faðir hans glímir við ristilkrabbamein og vildi Shapiro safna áheitum fyrir hann og um leið vekja athygli á þessari tegund krabbameins.

Shapiro hefur æft stíft undanfarna sex mánuði og horft á bíómyndir, Star Wars og Indiana Jones, meðan hann æfði sig. Eftir sex klukkustundir var hann búinn að gera 3.515 upphífingar, þær voru orðnar 5.742 eftir tólf klukkustundir og þegar yfir lauk, eftir 24 klukkustundir, voru þær orðnar 7.306.

Sló hann fyrra heimsmestið um 500 upphífingar og var hann auk þess sex klukkustundum skemur en fyrri heimsmethafinn. Shapiro safnaði sem nemur hálfri milljón króna. Faðir hans, Allen Shapiro, var stoltur eftir að heimsmet sonarins var í höfn: „Það er besta tilfinning í heimi þegar maður sér barnið sitt ná settu marki.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=VeIhvK6OwzM&w=420&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“