fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Matarupplifun í hádegisverðartilboði

Kynning

Public House, Laugavegi 24, 101 Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. maí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest vinnandi fólk vill borða fljótlegan og ódýran hádegisverð. Hádegisverðartilboð á Public House, Laugavegi 24, uppfyllir þessar væntingar, en maturinn er auk þess einstaklega bragðgóður og eftirminnilegur; sannkölluð upplifun. Það fékk blaðamaður DV að reyna fyrir skömmu er hann borðaði þrírétta hádegisverð úr svokölluðu Bento Boxi. Um er að ræða japanska matarhefð og er maturinn borinn fram í viðarboxi með þremur hólfum sem mynda lárétta röð. Réttirnir þrír koma því allir í einu og biðin eftir matnum er stutt.

Þessi girnilegi, vel útilátni og eftirminnilega góði hádegisverður kostar aðeins 1.990 krónur. Hádegisverðartilboðið er í gildi alla daga vikunnar, virka daga frá kl. 11.30 til 14 og um helgar frá 11.30 til 15. Maturinn er skemmtilegur bræðingur af asískum og vestrænum matarhefðum. Skipt er um hádegisverðarseðilinn daglega en það sem blaðamaður fékk að snæða var eftirfarandi, hvert í sínu boxi:

Djúpsteikt sushi – gott fyrir þá fyrir bæði þá sem finnst gott að borða sushi og líka fyrir þá sem vilja það ekki. Samanstendur af djúpsteiktum fiski, hráum hrognum og soðnum hrísgrjónum. Einstaklega bragðgott og ljúft. Í miðboxinu voru núðlur í sojasósu með spældu eggi. Frábær matur. Í þriðja hólfinu var hamborgari, þykk sneið af meyru nautakjöti og ofan á djúpsteiktur laukhringur. Brauðið er kolsvart, litað með smokkfisksbleki. Með betri hamborgurum sem blaðamaður hefur smakkað.

Mynd: Copyright:Thorgeir Olafsson

Óhætt er að segja að Bento Box í hádeginu á Public House er áhugaverður kostur fyrir vinnandi fólk í miðbænum.

Eigendur Public House eru þeir Gunnsteinn Helgi og Eyþór Mar Halldórsson, en sá síðarnefndi er jafnframt matreiðslumeistari staðarins. Þeir hafa báðir langa reynslu úr veitingageiranum, meðal annars af rekstri Sushi Samba.

Mynd: Copyright:Thorgeir Olafsson

Public House var opnað fyrir ári síðan, í maí 2015, og hefur slegið rækilega í gegn. Kvöld eftir kvöld er hvert borð á staðnum pantað en eldhúsið er opið til kl. 23. Að sögn Gunnsteins Helga og Eyþórs eru Íslendingar um 80% af gestum staðarins og þeir stíla inn á Íslendinga þó að erlendir ferðamenn séu að sjálfsögðu velkomnir.

Þess má geta að „Happy Hour“ er alla daga á Public House milli kl. 15 og 18. Þá er tilvalið að enda vinnudaginn með drykk – og drekka um leið í sig stemninguna, því innréttingar staðarins eru í senn smekklegar og hlýlegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni