Það vita eflaust ekki margir af henni
Um gjörvalla Suður-Evrópu eru fallegar baðstrendur sem bjóða upp á glæsilegt útsýni, frábært veðurfar og kristaltæran sjó. En sumar strendur eru betri en aðrar strendur. European Best Destinations er eru ferðamannasamtök sem völdu á dögunum bestu strönd Evrópu.
Sú sem var hlutskörpust í valinu er ekki ýkja stór og eflaust vita fáir hvar hún er. Umrædd strönd er á eyjunni Vis í Adríahafi, en hún tilheyrir Króatíu. Skammt frá er þorpið Zuzec og þurfa ferðalangar að leggja á sig nokkra göngu til að komast að þessari náttúruperlu – nú eða ferðast þangað með báti.
Sjórinn er kristaltær og er ströndin í lítill vík og teygja tignarlegir klettaveggir sig upp við ströndina.
Eyjan Vis þykir einkar falleg en þangað er hægt að komast með ferju frá hafnarborginni Split í Króatíu. Ferðalagið tekur tvær klukkustundir.
Þess má geta að samkvæmt TripAdvisor er besta strönd heims á Turks og Caicos-eyjum. Það eru notendur TripAdvisor sem gefa áfangastöðum sínum einkunn og því eru einkunnirnar byggðar á reynslu þeirra sem þegar hafa heimsótt viðkomandi áfangastaði.