Gætu orðið þínar ef þú átt sand af seðlum
Grikkland er ógnarstórt og landinu tilheyra á bilinu 1.200 til 6.000 þúsund eyjar, eftir því hvernig á það er litið. Þessar eyjar eru bæði stórar og smáar og sumar eru í einkaeigu. Vefritið Business Insider tók saman upplýsingar um nokkrar fallegar eyjar sem hver sem er getur keypt. Allt sem þarf eru peningar – og nóg af þeim.
Staðsetning: Jónahaf
Staða: Óbyggð
Stærð: 5,4 ferkílómetrar
Verð: 40 milljónir evra
Þetta er stærsta eyjan sem er til sölu við Grikkland. Eyjan er öll hin glæsilegasta, veðursæld er mikil og er hæsti punktur hennar 250 metrum yfir sjávarmáli. Á eyjunni eru 4.000 þúsund ólífutré þannig að enginn ætti að líða skort á ólífum sem þangað flytur. Engin byggð er á eyjunni en möguleikarnir eru allt að því endalausir.
Staðsetning: Eyjahaf
Staða: Óbyggð
Stærð: 348 þúsund fermetrar (0,35 ferkílómetrar)
Verð: 35 milljónir evra
Þessi litla en snotra eyja er ekki langt frá meginlandi Grikklands og tekur aðeins klukkutíma að ferðast þangað með hraðbáti. Margir fjárfestar hafa sýnt eyjunni áhuga, ekki síst í ljósi þess að aðgengi að henni er töluvert auðvelt. Áhugasamir þurfa þó að vera vel stæðir en eyjan er metin á 35 milljónir evra.
Staðsetning: Saronicos-flói
Staða: Óbyggð
Stærð: 1,2 ferkílómetrar
Verð: 15 milljónir evra
Þessi eyja er skammt frá borginni Corinth í Peloponnese-héraði í Grikklandi, en aðeins tuttugu mínútur tekur að fara til eyjarinnar með báti. Þá tekur um 40 mínútur að fara þangað frá Aþenu. Eyjan er glæsileg og býður upp á fjölda möguleika, til dæmis fyrir þá sem hafa í hyggju að byggja upp blómlegan ferðamannastað.
Staðsetning: Eyjahaf
Staða: Óbyggð
Stærð: 1,13 ferkílómetrar
Verð: 6,5 milljónir evra
Kardiotissa er lítil en lagleg eyja í Eyjahafi. Samgöngur um Eyjahaf eru góðar og í umfjöllun Business Insider kemur fram að þarna séu fjölmargar náttúruperlur. Eyjan er mitt á milli eyjanna Folegandros og Sikinos en þangað eru samgöngur góðar. Svæðið í kring er vinsælt meðal þeirra sem stunda köfun.
Staðsetning: Dodekanisa
Staða: Óbyggð
Stærð: 218 þúsund fermetrar (0.21 ferkílómetri)
Verð: 4,5 milljónir evra
Stroggilo er skammt frá eyjunni Marathos í Eyjahafi sem er vinsæll ferðamannastaður. Þó að engin byggð sé á eyjunni væri auðvelt að byggja eyjuna upp, meðal annars með tilliti til rafmagns og fráveitu.
Staðsetning: Vestur af Cyclades við Eyjahaf
Staða: Byggð
Stærð: 191 þúsund fermetrar (0,19 ferkílómetrar)
Verð: 3,5 milljónir evra
Kythnos er í aðeins klukkustundarfjarlægð frá Aþenu og á henni standa nú um 20 til 25 hús. Þar sem byggð er á eyjunni eru vegir á eyjunni. Möguleikarnir eru því sannarlega fyrir hendi að gera eyjuna sem glæsilegasta. Þegar eyjan var auglýst til sölu á síðasta ári var verðið 5 milljónir evra en það er í dag 3,5 milljónir evra.
Staðsetning: Skammt frá Corinth
Staða: Byggð
Stærð: 384 þúsund fermetrar (0,38 ferkílómetrar)
Verð: 3 milljónir evra
Hér er um glæsilegan stað að ræða sem er skammt frá meginlandi Grikklands. Nokkur glæsihús eru á eyjunni, ferskt vatn, vegir og alveg hellingur af ólífutrjám. Ekki liggur fyrir hver á eyjuna en svo virðist vera sem eigendur hennar vilji losna við hana. Verðið á henni hefur lækkað úr um sex milljónum evra í aðeins þrjár milljónir evra.