fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Má bjóða þér lúxuslíf í paradís? Þessar sjö grísku eyjar eru til sölu

Gætu orðið þínar ef þú átt sand af seðlum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. maí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grikkland er ógnarstórt og landinu tilheyra á bilinu 1.200 til 6.000 þúsund eyjar, eftir því hvernig á það er litið. Þessar eyjar eru bæði stórar og smáar og sumar eru í einkaeigu. Vefritið Business Insider tók saman upplýsingar um nokkrar fallegar eyjar sem hver sem er getur keypt. Allt sem þarf eru peningar – og nóg af þeim.

7.) Dulichium-eyja

Staðsetning: Jónahaf
Staða: Óbyggð
Stærð: 5,4 ferkílómetrar
Verð: 40 milljónir evra

Þetta er stærsta eyjan sem er til sölu við Grikkland. Eyjan er öll hin glæsilegasta, veðursæld er mikil og er hæsti punktur hennar 250 metrum yfir sjávarmáli. Á eyjunni eru 4.000 þúsund ólífutré þannig að enginn ætti að líða skort á ólífum sem þangað flytur. Engin byggð er á eyjunni en möguleikarnir eru allt að því endalausir.


6.) Norður Aegean-eyja

Staðsetning: Eyjahaf
Staða: Óbyggð
Stærð: 348 þúsund fermetrar (0,35 ferkílómetrar)
Verð: 35 milljónir evra

Þessi litla en snotra eyja er ekki langt frá meginlandi Grikklands og tekur aðeins klukkutíma að ferðast þangað með hraðbáti. Margir fjárfestar hafa sýnt eyjunni áhuga, ekki síst í ljósi þess að aðgengi að henni er töluvert auðvelt. Áhugasamir þurfa þó að vera vel stæðir en eyjan er metin á 35 milljónir evra.


5.) St. Thomas

Staðsetning: Saronicos-flói
Staða: Óbyggð
Stærð: 1,2 ferkílómetrar
Verð: 15 milljónir evra

Þessi eyja er skammt frá borginni Corinth í Peloponnese-héraði í Grikklandi, en aðeins tuttugu mínútur tekur að fara til eyjarinnar með báti. Þá tekur um 40 mínútur að fara þangað frá Aþenu. Eyjan er glæsileg og býður upp á fjölda möguleika, til dæmis fyrir þá sem hafa í hyggju að byggja upp blómlegan ferðamannastað.


4.) Kardiotissa

Staðsetning: Eyjahaf
Staða: Óbyggð
Stærð: 1,13 ferkílómetrar
Verð: 6,5 milljónir evra

Kardiotissa er lítil en lagleg eyja í Eyjahafi. Samgöngur um Eyjahaf eru góðar og í umfjöllun Business Insider kemur fram að þarna séu fjölmargar náttúruperlur. Eyjan er mitt á milli eyjanna Folegandros og Sikinos en þangað eru samgöngur góðar. Svæðið í kring er vinsælt meðal þeirra sem stunda köfun.


3.) Stroggilo

Staðsetning: Dodekanisa
Staða: Óbyggð
Stærð: 218 þúsund fermetrar (0.21 ferkílómetri)
Verð: 4,5 milljónir evra

Stroggilo er skammt frá eyjunni Marathos í Eyjahafi sem er vinsæll ferðamannastaður. Þó að engin byggð sé á eyjunni væri auðvelt að byggja eyjuna upp, meðal annars með tilliti til rafmagns og fráveitu.


2.) Kythnos

Staðsetning: Vestur af Cyclades við Eyjahaf
Staða: Byggð
Stærð: 191 þúsund fermetrar (0,19 ferkílómetrar)
Verð: 3,5 milljónir evra

Kythnos er í aðeins klukkustundarfjarlægð frá Aþenu og á henni standa nú um 20 til 25 hús. Þar sem byggð er á eyjunni eru vegir á eyjunni. Möguleikarnir eru því sannarlega fyrir hendi að gera eyjuna sem glæsilegasta. Þegar eyjan var auglýst til sölu á síðasta ári var verðið 5 milljónir evra en það er í dag 3,5 milljónir evra.


1.) Lihnari-skagi

Staðsetning: Skammt frá Corinth
Staða: Byggð
Stærð: 384 þúsund fermetrar (0,38 ferkílómetrar)
Verð: 3 milljónir evra

Hér er um glæsilegan stað að ræða sem er skammt frá meginlandi Grikklands. Nokkur glæsihús eru á eyjunni, ferskt vatn, vegir og alveg hellingur af ólífutrjám. Ekki liggur fyrir hver á eyjuna en svo virðist vera sem eigendur hennar vilji losna við hana. Verðið á henni hefur lækkað úr um sex milljónum evra í aðeins þrjár milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt