fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Laxalasanja Línu

Matargjöf frá góðri vinkonu – Fersk útgáfa af vinsælum rétti

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. maí 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppskriftir eru stöðugt gangandi manna og kvenna á milli, oft breytast þær aðeins og batna þar sem þær hafa viðkomu enda eru ástríðukokkar líklegir til að setja sitt mark á sköpunina. Bergljót Björk, matgæðingur og góð vinkona DV, spáir mikið í uppskriftir og er dugleg við að breyta og bæta. Eitt sinn áskotnaðist Beggu óvenjuleg uppskriftabók sem henni þykir einstaklega vænt um. Begga féllst á að deila með lesendum uppskrift úr bókinni góðu. Gefum Beggu orðið:

Heimfarargjöfin frá hinni sænsku Línu.
Begga með bókina góðu Heimfarargjöfin frá hinni sænsku Línu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þegar ég flutti frá Svíþjóð eftir 10 ára dvöl fannst sænsku yndis- og matarvinkonu minni henni Línu ekki hægt að kveðja mig með öðru en handskrifaðri uppskriftabók með ýmiss konar uppskriftum. Við áttum nefnilega eftir að bjóða hvor annarri í mat og kaffi, enda deilum við ástríðu til matar og vorum spenntar fyrir því að kynna ýmsa uppáhaldsrétti fyrir hvor annarri. Þetta var hennar leið til að sjá til þess að þessir gullmolar færu ekki framhjá mér óeldaðir.

Við þessa dásamlegu laxalasanjauppskrift hefur Lína skrifað til mín eftirfarandi skilaboð: „Uppskriftin hljómar kannski furðulega á margan hátt. Og er það kannski líka, en eldaðu þetta samt því þetta er gott!“

Svona líka hressar vinkonur í myndakassa í Stokkhólmi.
Begga og Lína Svona líka hressar vinkonur í myndakassa í Stokkhólmi.

Ég hlýddi matarvinkonu minni að sjálfsögðu. Margrar uppskriftir í bókinni krefjast innihaldsefna sem fást ekki hér svo ég varð afar glöð þegar ég fann anísfræin sem bragðbæta spínatið og feníkuna, svo dásamlega, í Krydd- og tehúsinu í Þverholti.“

Það er næstum hægt að finna ilminn af myndunum.
Ilmandi úr ofni Það er næstum hægt að finna ilminn af myndunum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Laxalasanja Línu

800 g lax, roðflettur, beinlaus og skorinn í 1 cm. þykkar sneiðar

2 dl parmesan eða mozzarellaostur, rifinn

Nokkrar lasanjaplötur

Tómatsósan
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk. timjankrydd
1 dós tómatar
salt, pipar og klípa af sykri

Hvítvínssósan
2 dl hvítvín
6 dl mjólk
2 msk. grænmetiskraftur, fljótandi
3 msk. Maízena-maísþykkni
Nokkrir snúningar úr piparkvörninni

Þessi græna hollusta leynist líka í lasanjanu.
Spínat og fennika Þessi græna hollusta leynist líka í lasanjanu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Spínat og fenníka
1 fenníkuhaus/hnúður, skorinn í þunnar ræmur
1,5 tsk. anísfræ, barin létt í morteli
200 g ferskt spínat
1 tsk. salt
2 klípur múskatkrydd

Hitið ofninn í 200 gráður og byrjið á tómatsósunni. Laukur, hvítlaukur og timjan er steikt upp úr olíuslettu í potti í um það bil 2–3 mínútur. Tómatar settir saman við og leyft að malla við vægan hita á meðan haldið er áfram með eldamennskuna.

Þá er það vínsósan. Hellið hvítvíni í pott og leyfið að sjóða hressilega þar til vökvinn hefur soðið niður um helming. Bætið þá við 5 dl af mjólkinni ásamt grænmetiskraftinum og leyfið að ná suðu. Hrærið nú 1 dl af mjólk saman við Maízena-þykknið og bætið í sósuna. Athugið að þeyta vandlega með píski svo ekki myndist kekkir þegar sósan þykknar. Bætið við pipar.

Bræðið smjörklípu á pönnu og steikið léttilega fenníku og anísfræ þar til fenníkan er orðin mjúk. Bætið við spínatinu og leyfið að hitna. Kryddið með salti, pipar og múskati.

Takið nú fram veglegt ofnhelt lasanjaform. Tómatsósan ætti nú að vera búin að malla í nokkrar mínútur og má bragðbæta með sykurklípu, salti og pipar.

Hellið fjórðungi af vínsósunni í botninn á forminu og raðið einu lagi af lasanjaplötum ofan á. Setjið helming spínatmauksins næst, og tómatsósu og laxabita þar á eftir. Öðrum fjórðungi vínsósunnar hellt ofan á og aftur lasanjaplötur, restin af spínatinu, tómatsósa, laxabitar, fjórðungur vínsósu og lasanjaplötur. Afgangi vínsósunnar er að lokum hellt ofan á og osti stráð yfir. Bakað í ofninum í um 30 mínútur. Gott er að leyfa réttinum að kólna örlítið áður en lasanjað er skorið í bita og borið fram á diski, gjarnan með salati og jafnvel hvítlauksbrauði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“