fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
FókusKynning

Eingöngu íslenskt nautakjöt – eingöngu grillað yfir viðarkolum

Kynning

Argentína – steikhúsið á Barónsstíg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. apríl 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn vinsæli Argentína Steikhús var stofnaður árið 1989 og stór hluti fastagesta staðarins hefur sótt hann frá upphafi. „Það eru margir gestir sem hafa haldið tryggð við okkur allan þennan tíma og eru jafnvel að koma núna með barnabörnin,“ segir Kristján Sigfússon sem á og rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Magnúsdóttur.

Kristján segir að ferðamannasprengjan undanfarin ár hafi ekki breytt eins miklu í rekstri staðarins og á veitingastöðum sem eru vestar í miðbænum og þó að vissulega hafi útlendum matargestum fjölgað séu Íslendingar enn í töluverðum meirihluta á staðnum.

Argentína Steikhús hefur verið í fullri eign hjónanna frá árinu 2003 er þau keyptu út meðeiganda sinn, en þau hafa verið í eigendahópnum frá upphafi.

Mynd: sr-photos.com

Íslenskt gæða nautakjöt bragðmeira og mýkra

Argentína Steikhús hefur ávallt borið síðari hluta nafn síns, Steikhús, með rentu, en núna hefur langþráð markmið varðandi nautakjöt staðarins náðst og skapað honum enn sterkari sérstöðu:

„Núna er allt nautakjötið hér af íslenskum nautgripum, meira að segja nautalundirnar. Þetta var alltaf markmiðið og núna hefur það loksins náðst að fullu.“

SP: Hverjir eru helstu kostirnir við að nautakjötið sé íslenskt?

„Þá er það ferskt, ekki búið að frysta það í heilan mánuð eða meira eins og er tilfellið með erlent nautakjöt, sem þarf að vera í frystingu í a.m.k. mánuð áður en það er flutt til landsins. Við það tapast gæði. Enn fremur eru íslensku nautgripirnir þannig úr garði gerðir að þeir eru smávaxnari en þessir erlendu, vaxa hægar, og þar af leiðandi eru vöðvarnir fíngerðari, kjötið bragðmeira og með meiri mýkt því það tekur nautgripina lengri tíma að vaxa í rétta stærð.“

Viðarkolin gefa einstakt bragð sem grillunnendur elska

Kristján segir það enn fremur vera reglu að kjötið sé ávallt grillað yfir viðarkolum:

„Þá kemur þetta einstaka bragð sem grillunnendur elska en gasgrill geta aldrei kallað það fram,“ segir hann.
Auk nautakjötsins er Argentína Steikhús rómað fyrir frábæra sjávarrétti, og á matseðlinum eru m.a. humarhalar, lax og hörpuskel.

Opið er á Argentínu Steikhúsi frá kl.18.00 öll kvöld nema föstudaga og laugardaga þegar opnað er kl. 17.30. Borðapantanir eru teknar í síma 551-9555 frá kl. 14.00.

Heimasíða Argentínu Steikhúss

- eftirréttirnir á Argentínu eru sérlega gómsætir. Boðið er upp á fjölbreytt úrval eftirrétta bæði heita og kalda.
Síðast en ekki síst – eftirréttirnir á Argentínu eru sérlega gómsætir. Boðið er upp á fjölbreytt úrval eftirrétta bæði heita og kalda.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb