fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Einar Ben: Tuttugu ára afmæli

Kynning

Áherslan er á íslenska matargerð með frönsku ívafi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. apríl 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun sumars 1996 var veitingastaðurinn Einar Ben opnaður við Ingólfstorg í reisulegu timburhúsi. Þessi viðbót við veitingaflóru Reykjavíkur vakti þegar mikla lukku á meðal borgarbúa. Það má segja að nútímaleg borgarútgáfa sveitastemningar svífi yfir vötnum staðarins; setið er í nokkrum stofum auk þess sem sjálfstæð setustofa og bar er á hæðinni. Rökkur og þykk tjöld fyrir gluggum skapar svo ögn dulúðlegt andrúmsloft.

Sigurður Ómarsson greinir frá því að í tilefni 20 ára afmælisins verði ýmiss konar tilboð í gangi í sumar.

„Einar Ben leggur áherslu á íslenska matargerð með frönsku ívafi og sjávarrétti auk þess sem það er líka steikhús. Allt hráefni er ferskt og við erum stolt af því að kaupa vörur beint frá býli, eins og sagt er, en það hefur verið lykilatriði eldhúss Einars Ben alveg frá upphafi. Matseðillinn hér er í sífelldri þróun sem í raun endurspeglast á diskunum hjá okkur sem sýna þá vinnu og hugsun sem fer í hvern rétt.“

Dýrindismatur og afslappað andrúmsloft

„Okkur hefur tekist að byggja upp stöðugan rekstur og eignast stóran hóp gesta sem koma til okkar aftur og aftur. Við sjáum oft sama fólkið koma hingað í vinnutengda hádegisverði og/eða í félagi við fjölskyldu og vini. Afslappað og huggulegt andrúmsloft, góð þjónusta og dýrindis matur draga að okkar sáttu og glöðu viðskiptavini, aftur og aftur.“

Einar Ben, Veltusundi 1, 101 Reykjavík.
Sími: 511 – 5090.
www.einarben.is

www.einarben.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni