fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Matti smiður: Nær allt sem lýtur að smíði og garðvinnu

Kynning

Sólpallar, skjólveggir og hellulögn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. apríl 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Pétursson húsgagnasmiður er með þrjátíu ára reynslu af smíði og vinnur með Matthíasi syni sínum, sem er að ljúka námi í húsasmíði, og mun taka við rekstri föður síns þegar fram líða stundir.
Þeir feðgar taka að sér flest það sem lýtur að smíði, nýsmíði og lagfæringum. Matthías segist lengi vel hafa unnið við sérsmíði á innréttingum: „Undanfarin ár hefur sérsvið mitt hins vegar verið garðar og hellulögn. Ég tek að mér fjölbreytt verkefni eins og sumarhús, einkalóðir, lóðir undir nýbyggingar og eins eldra húsnæði. Að auki sé ég um nýja garða og endurgerð eldri garða.“

Sólpallar, skjólveggir og hellulögn

Matti er með yfir 30 ára reynslu í faginu og hefur í gegnum árin smíðað nokkur hundruð sólpalla með öllu tilheyrandi
Þúsund þjala smiður Matti er með yfir 30 ára reynslu í faginu og hefur í gegnum árin smíðað nokkur hundruð sólpalla með öllu tilheyrandi

„Nú þegar loks er farið að líða að vori eru margir að huga að sólpöllum enda eru þeir ekki bara til þess að njóta sólarinnar heldur nýtast einnig sem frábær framlenging á sjálfri stofunni,“ segir Matti. „Nú er líka annatími í hellulögn og girðingum. Skjólveggir, bekkir, kofar og geymslur spretta upp eins og gorkúlur í görðum landsmanna þessa dagana,“ bætir hann við og nefnir að fátt sé skemmtilegra en vorverkin.

Heitir pottar – framlenging á stofunni

„Fjölmargir hafa fengið sér heitan pott í garðinn á undanförnum árum. Það skiptir meginmáli að pallurinn við pottinn sé vel úthugsaður og huga þarf vel að staðsetningu og umhverfi pottsins. Best er að pallurinn sé á tveimur hæðum og smíða tröppur á snyrtilegan hátt upp á efri pallinn til þess að auka rýmið umhverfis pottinn. Tröppurnar geta svo einnig nýst fyrir blómapotta og luktir sem gera umhverfið mun hlýlegra við pottinn. Á efri pallinum myndast þá líka rými fyrir borð og stóla. Þegar sólpallar eru ekki stórir eins og í þessu tilfelli er mikið atriði að fella pottinn inn í umhverfið til þess að skapa rými. Rýmið umhverfis pottinn er t.d. hægt að nota fyrir glös og diska þegar hann er í notkun.“

Finna einnig fallegar lausnir fyrir landsbyggðina

„Við Mattarnir smíðum líka utan um sorptunnur á faglegan hátt og búum til falleg blómabeð til skrauts og ofan á hleðslur. Við notum ýmsar viðartegundir við smíðina eins og t.d. lerki, eik, furu og jafnvel tekk. Við tökum glaðir við verkum á landsbyggðinni og höfum sinnt verkefnum um land allt, eins og t.d. á Flúðum, Þingvöllum, Snæfellsnesi og í Skorradal. Við Mattarnir smíðum í raun allt sem hugsast getur – innandyra sem utan. Við getum séð um parketlögn, parketslípun, milliveggjasmíði, uppsetningu innréttinga, uppsetningu hurða, þakviðgerðir og fleira,“ segir Matti sem er kominn í verulegt vorskap.

Matti smiður, netfang: mattismidur@mattismidur.is, sími: 893-3300 og 691-0621
www.mattismidur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni