Parket & Gólf: Toppþjónusta, gæði og gott verð í 28 ár
Margar spennandi nýjungar í gólfefnum er nú að finna hjá Parket & Gólf, Ármúla 32, til dæmis vínylparket, teppaflísar og ofinn gólfdúk. Enn fremur eru veggfóður og gólfteppi mjög vinsæl nú um stundir og finna má allt það flottasta í þeim efnum hjá Parket & Gólf. Nýjungagirni í bland við afar trausta þjónustu einkennir starfsemina.
„Mest af okkar efni kemur frá Evrópulöndum og birgjarnir okkar eru margir með langa framleiðslusögu. Sem dæmi um það má nefna parketframleiðandann Haro sem hefur starfað í 150 ár,“ segir Elías H. Melsted, sölustjóri hjá Parket & Gólf. Meðal nýjunga hjá versluninni er vatnshelt gólfefni – vínylparket sem hægt er að leggja í baðherbergjum, eldhúsum og þvottahúsum, sem og öllum rýmum.
„Vínyldúkurinn er fáanlegur með smellukerfi, sem gerir lagningu hans auðveldari enda þarf ekki að líma hann,“ segir Elías. Vínylparketið er afar slitsterkt og er það vinsæll kostur í leiguíbúðum auk þess sem stéttarfélög hafa valið það í sumarbústaði.
Ofinn vínyldúkur er síðan einstök nýjung, en þar er um að ræða umhverfisvæna hátæknivöru af gerðinni Bolon, efni sem þolir vel bleytu og er afar slitsterkt og auðvelt í þrifum. Bolon er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að endurvinna vínylefni. „Við höfum notað þetta efni víða, t.d. í verslunum, veitingahúsum, hótelum og gistiheimilum, en einnig á mörgum heimilum. Þetta efni er einnig mjög vinsælt í mottur,“ segir Elías.
Nýjungar og endurbætur einkenna líka harðparketið hjá Parket & Gólf. Kjarninn er þéttari en áður og tvöföld vatnsvörn er, bæði í kjarna og smellu. Harðparketið er núna fáanlegt með áföstu undirlagi eða áföstu lími.
Teppaflísar eru alltaf að verða vinsælli, sér í lagi í fyrirtækjum að sögn Elíasar:
„Með teppaflísum getum við leikið okkur með liti og mynstur,“ segir hann en bendir á að teppi séu almennt einnig að sækja í sig veðrið:
„Klárlega eru það fyrst og fremst hótelin og gistihúsin sem koma þar sterkast inn en fólk er einnig að kveikja á þessu gólfefni fyrir eigin heimili. Kostir þeirra eru enda margir, bæði dempa þau vel hljóð og svo eru þau hlýleg og gott að ganga á þeim. Teppaflísarnar okkar eru með aukinni hljóðdempun eða jafnvel áföstu lími sem auðveldar lagningu til muna.“
„Þó gerviefnin sæki sífellt á í gólfefnum er alltaf kúnnahópur sem kýs heldur viðarparket. Það er ákveðinn hópur sem vill ekta við en ekki gervi. Þar hefur eikin verið allsráðandi síðustu ár enda hægt að leika sér dálítið með hana hvað varðar litatóna,“ segir Elías.
„Veggfóðrið er að koma aftur og það er gaman að sjá. Veggfóðrið er ofboðslega spennandi efni enda er úrvalið nánast takmarkalaust,“ segir Elías, en skoða má hið mikla úrval af veggfóðri á heimasíðu fyrirtækisins, www.parketoggolf.is. Á vefsíðunni er líka einfalt og þægilegt að panta veggfóðrið og tekur aðeins fimm daga að fá það afhent.
Parket & Gólf hefur verið starfandi í 28 ár og stefna fyrirtækisins hefur alltaf verið að bjóða upp á toppþjónustu, mikil vörugæði og gott verð. Sem fyrr segir er verslunin staðsett að Ármúla 32, 105 Reykjavík, og þar er afar gott úrval sýnishorna af vörum fyrirtækisins. Lager verslunarinnar er í Skeifunni 7.
Verslunin er opin virka daga frá 9 til 18. Afgreiðslutími á lagernum er 11 til 16 alla virka daga.
Síminn er 568-1888. www.parketoggolf.is