fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Sérhannaðir fyrir íslenska veðráttu

Kynning

Pottarnir frá Trefjum hafa sannað sig rækilega á markaðnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitir pottar frá Trefjum hafa verið á markaðnum hér síðan árið 1988 og reynst afskaplega vel, enda eru þeir sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður og veðurfar. Pottarnir eru gerðir úr akrýl. Þeir eru hannaðir þannig að þeir tæma sig vel og ekkert vatn situr eftir á botninum, þar af leiðandi er lítil hætta á frostskemmdum.

Trefjar ehf. er fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði sem auk heitra potta framleiðir báta, kúluhús og fleiri vörur úr trefjaplasti. Síðastliðin 20 ár hafa Trefjar selt yfir 300 báta og sinnt ýmiss konar þjónustu við bátaeigendur.
Heitir pottar frá Trefjum hafa stóra markaðshlutdeild hér á landi og líklega hafa flestir Íslendingar einhvern tíma látið þreytuna líða úr sér í heitum potti frá Trefjum, enda eru pottarnir víða um land og þá er að finna í flestum sumarbústaðabyggðum á Íslandi.

Af öllum stærðum og gerðum

Hægt er að velja úr fjölmörgum tegundum, stærð og lögun, eftir því hvað hentar, og einnig úr mörgum litum og áferð. Sjá nánar á heimasíðu Trefja, trefjar.is. Þar er gott að skoða úrvalið auk þess sem hægt er að kaupa potta og aukahluti í vefverslun fyrirtækisins. Þar má einnig sjá ítarlegar upplýsingar um liti, lögun, teikningar og mál. Trefjar bjóða upp á fría heimsendingu á pottum og aukahlutum á höfuðborgarsvæðinu – og fríar sendingar á pósthús á landsbyggðinni. Afhending potta tekur um 5–7 virka daga nema potturinn sér til á lager.

Rafhitun

Fyrir þá sem hafa ekki aðgang að hitaveitu eru rafhitaðir pottar góður kostur. Við hönnun þeirra var tekið mið af orkusparnaði og endingu; eru margar af þeim lausnum sem notaðar eru í rafhituðu pottunum fengnar úr bátaframleiðslu Trefja og eru þrautreyndar fyrir endingu til sjós. Rafhituðu pottarnir eru seldir með viðarklæðningu og einangruðu loki og koma með sjálfvirkum hitastilli, hreinsibúnaði og hljóðlátri hringrásardælu.

Ferðaþjónustan velur potta frá Trefjum

Þess má geta að pottar frá Trefjum hafa verið vinsælir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna þjónustunnar og hve endingargóðir þeir eru. Einnig kunna ferðaþjónustuaðilar vel að meta úrvalið, að hægt sér að velja á milli svo margra tegunda og stærða sem raun ber vitni.

Trefjar ehf
Óseyrarbraut 29
200 Hafnarfjörður
Sími: 5 500 100
Netfang: pottar@trefjar.is
Heimasíða: www.trefja.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni