fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Varðveittu minningarnar

Kynning

Fotomax bjargar gömlum fjölskyldumyndum frá glötun og gefur þeim nýtt líf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við brýnum fyrir fólki að efni á myndböndum er að skemmast. Þó að þú geymir myndbandsspólu uppi í hillu eða ofan í skúffu eða í kassa í geymslunni og hún er aldrei notuð, þá skemmist hún með tímanum og myndin verður alltaf óskýrari og óskýrari. En ef þú kemur efninu á stafrænt form er búið að laga það og þú getur að auki deilt því með öðrum.“

Þetta segir Arnaldur Gauti Johnson, framkvæmdastjóri Fotomax, Höfðabakka 3, Reykjavík. Hjá Fotomax fær gamalt myndefni nýtt líf á stafrænu formi, því er forðað frá skemmdum, það verður auðveldara og skemmtilegra að njóta þess og um leið losnar oft verulega um geymslupláss:

„Við yfirfærum á stafrænt form 30-40 tegundir af mismunandi efni. Myndbönd á VHS, Beta og Mini DV formi, 8-millimetra kvikmyndir; hljóðsnældur, bæði gömlu segulböndin; líke „slideshow“ á pappír,“

segir Arnaldur, en myndgæði stafræns efnis eru miklu meiri en voru til dæmis í gömlu vídeóspólunum:

„Fólk gleymir því að það eru komin hátt í 20 ár síðan við vorum með vídeótæki og það eru til dæmis miklu betri myndgæði í snjallsíma en í VHS í fullum gæðum, hvað þá þegar myndefnið er farið að spillast. Þegar fólk áttar sig á þessu sér það sér hag í því að varðveita efnið varanlega á stafrænu formi. Það er líka svo miklu skemmtilegra að skoða þetta og auðveldara að deila þessu með öðrum þegar efnið er komið á stafrænt form og hægt að skoða það í hvaða tækjum sem er, sjónvarpi, tölvu, snjallsíma og iPad; deila á Facebook og svo framvegis. Fólk er kannski búið að gleyma því hvað það er erfitt að horfa á vídeóspólur, hvað það er mikið vesen að þurfa alltaf að spóla fram og til baka.“

Myndefni bjargað fyrir brúðkaup

Þó að stafræna yfirfærslan sé fyrst og fremst til varðveislu þá eru líka dæmi um að Fotomax hafi náð að lagfæra skemmdar vídeóspólur en til staðar er græja sem getur fjarlægt myndtruflanir á vídeóspólum:

„Einu sinni björguðum við þannig myndefni fyrir brúðkaup. Fólkið var í öngum sínum og hélt að efnið væri gjörsamleg ónýtt, en þessi græja reddaði því. Þetta kom þokkalega út,“
segir Arnaldur. Hann bendir á að ekki sé síður mikilvægt að koma ljósmyndum í stafrænt form en kvikmyndaefni:

„Ef allt myndefni er til dæmis skannað inn hefur öll fjölskyldan aðgang að myndum úr sumarfríinu á Mallorca árið 1978. Fyrir utan að þá getur þetta ekki skemmst eða eyðilagst í vatnsskaða, bruna og þess háttar. En svo er líka algengt við prentun ljósmyndabóka að fólk leggur til mjög illa skannaðar myndir. Það heldur að bækurnar séu illa prentaðar en svo er ekki, það eru myndirnar sem eru dökkar og illa skannaðar. Það skiptir því máli að þetta sé gert vel og af fagmennsku.“

Arnaldur segir að fjölbreyttur hópur fólks leiti til hans vegna skönnunar- og stafrænnar yfirfærslu. Þjónustan er til dæmis mjög vinsæl í aðdraganda ferminga og brúðkaupa því nú orðið þykir „slideshow“ vera ómissandi við slík tækifæri. Einnig er algengt að fólk leiti til Fotomax í jólamánuðinum en enda eru tiltektir í geymslum algengar á þeim tíma.

„Oft hendi fólk gamla efninu eftir að yfirfærslan er klár og þá losnar oft um heilmikið geymslupláss. Síðan er svo gaman að sjá allt myndefnið á stafrænu formi og uppgötva möguleikana við að skipuleggja það, að oft er haldið skemmtilegt myndakvöld í stofunni heima fyrir alla fjölskylduna,“

segir Arnaldur að lokum.

Fotomax
Höfðabakka 3
111 Reykjavík
Sími: 562 5900
Heimasíða
Fotomax á Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni