Þjónum fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum
Fyrirtak málningarþjónusta ehf. hefur þjónað fyrirtækjum, stofnunum, húsfélögum og heimilum til margra ára. Fyrirtækið tekur að sér öll helstu verkefni sem koma að viðhaldi og breytingum á fasteignum, jafnt að innan sem utan.
Ámundi S. Tómasson er framkvæmda- og verkefnastjóri Fyrirtaks en hann hefur rekið fyrirtækið með góðum árangri í mörg ár. Nú hefur reynsluboltinn Hilmar Sigurðsson málarameistari gengið til liðs við hann og saman búa þeir að ómetanlegri reynslu í málun og viðhaldi húsa.
„Hjá fyrirtækinu starfa reyndir iðnaðarmenn sem leggja metnað sinn í fagmennsku, snyrtimennsku og áreiðanleika. Einnig starfa þar múrarar og smiðir og saman geta þeir leyst öll helstu verkefni sem koma að viðhaldi húsa,“ segir Ámundi. „Við hjá Fyrirtaki tökum að okkur allt almennt viðhald á fasteignum eins og t.d. gluggaviðgerðir og glerísetningar. Ef glugginn er farinn að fúna er nauðsynlegt að laga fúann áður en málað er. Við gerum við glugga með því að saga fúa í burt og setja nýtt fúavarið timbur í staðinn (sponsa glugga). Gluggaviðgerðir og glerísetningar krefjast mikillar nákvæmni og rétts handbragðs. Við bjóðum upp á þessa þjónustu og getum líka leiðbeint og aðstoðað.“
Reglulegt viðhald á fasteignum borgar sig. Málning er oftar en ekki eina vörnin fyrir veðri og vindum. Málning á bæði að verja og fegra. Utanhúss veðrast fletir hratt fyrir áhrif sólar, veðurs og vinds. Með reglulegu viðhaldi er hægt að verja fasteignina og koma í veg fyrir dýrar framkvæmdir eins og t.d. gluggaviðgerðir, viðgerð á steini og þaki. Fyrirtak vinnur eingöngu upp úr góðum málningarkerfum og farið er eftir þeim kerfum sem reynst hafa best við íslenska veðráttu.
Fyrirtak málningarþjónusta ehf. hefur þjónað fyrirtækjum, stofnunum, húsfélögum og heimilum til margra ára. Fyrirtækið tekur að sér öll helstu verkefni sem koma að viðhaldi og breytingum á fasteignum, jafnt að innan sem utan,“ segir Ámundi.
Fyrirtak málningarþjónusta
Sími: 770-7997.
fyrirtak@fyrirtak.is
www.fyrirtak.is
www.fyrirtak.is