fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Íslenskunám fyrir erlent starfsfólk: Retor Fræðsla veitir fyrirtækjum heildarlausn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. apríl 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krafa samfélagsins um að innflytjendur aðlagist með því að tileinka sér lágmarks íslenskukunnáttu hefur aukist og mun aukast enn frekar eftir því sem innflytjendum fjölgar. Ábyrgð vinnuveitenda á íslenskum vinnumarkaði er að veita erlendu starfsafli tækifæri til þess að afla sér lágmarks þekkingar á íslenskri tungu.

Mikil tækifæri eru fólgin í þeim mannauði sem skapast á vinnustöðum þar sem samskipti eru til fyrirmyndar. Með góðum samskiptum eykst starfsánægja og því fylgir jafnari og betri framlegð í starfi, ásamt því að lágmarka kostnað sem hlýst af starsmannaveltu. Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk er mikilvægur hluti af þessu ferli.

Fyrirtækið Retor Fræðsla sérhæfir sig í íslenskukennslu fyrir innflytjendur og býður núna fyrirtækjum með erlent starfsfólk upp á heildarlausn sem meðal annars felur í sér greiningu á íslenskukunnáttu starfsfólksins og íslenskukennslu fyrir það.

Stofnandi fyrirtækisins og skólastjóri Retor Fræðslu er Aneta M. Matuszewska sem flutti hingað frá Póllandi árið 2001. Hún þekkir af eigin raun hvernig það er að vera innflytjandi í íslenskunámi. Aneta tók strax þá ákvörðun að læra íslensku. Þremur árum síðar var hún byrjuð að kenna Pólverjum íslensku. Árið 2008 stofnaði hún síðan Retor Fræðslu.

„Innflytjendur eiga að læra íslensku,“ segir hún ákveðin en það er ekki síður hagur íslensks samfélags og fyrirtækjanna sem hinir aðfluttu starfa hjá en innflytjendanna sjálfra. Auk þess sem nefnt var hér að framan um jákvæð áhrif þess á starfsemi fyrirtækja að erlent starfsfólk öðlist færni í íslensku nefnir Aneta þetta lykilatriði til viðbótar:

„Vel menntaðir og hæfir erlendir einstaklingar geta komið með ferskar hugmyndir og nýja sýn inn í atvinnulífið hér. En forsenda fyrir því er að viðkomandi aðilar nái góðum tökum á tungumálinu. Ef þeir gera það ekki tekst þeim ekki að nýta menntun sína og hæfni og geta festst í störfum sem eru langt fyrir neðan hæfni þeirra. Við þetta missa þeir ekki bara af tækifærum heldur getur samfélagið hér farið á mis við mikilsverða hæfni þeirra.“

Nánari upplýsingar um starfsemi Retor Fræðslu má finna á heimasíðu fyrirtækisins. Einnig eru veittar ítarlegar upplýsingar um starfsemina, meðal annars fyrirtækjaþjónustuna í síma 519 4800.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni