fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
FókusKynning

Hurðir og gluggar: Smá en persónuleg þjónusta

Kynning

Áhersla á vandað og fagmannlegt handverk, stuttan afhendingartíma og afburða þjónustu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. apríl 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hurðir og gluggar hefur starfað í tæpa þrjá áratugi við gott orðspor. Hurðir og gluggar sinnir aðallega smíði á gluggum, útihurðum og opnanlegum fögum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Sólstofur, bílskúrs- og rennihurðir svo og þakgluggar eru einnig hluti framleiðslunnar.

Bjóðum upp á glugga og hurðir málaðar eftir óskum kaupanda hverju sinni

Talsvert er um smíði vegna viðhalds eldri bygginga þar sem hurðir og fög eru aðlöguð að körmum með minni fölsum.
Sérsmíðaðir eru gluggar í friðuð hús svo og hringlaga gluggar eftir óskum viðskiptavinarins. Einnig gegnheilar fulningainnihurðir. Við bjóðum upp á glugga og hurðir málaðar eftir óskum kaupanda hverju sinni og hvetjum fólk til þess að hafa samband og fá verðtilboð. Útihurðir og gluggar eru ekki stöðluð framleiðsla á Íslandi og er hægt að skoða dæmi um verk Hurða og glugga á heimasíðu fyrirtækisins www.hurdiroggluggar.is

Vandað og fagmannlegt handverk

Hjá Hurðum og gluggum vinnum við að mestu úr furu, oregon pine og mahóganí en einnig úr tekki, rósa- og sedrusvið. Við leggjum áherslu á vandað og fagmannlegt handverk, stuttan afhendingartíma og afburða þjónustu.

Við glerjun eru allir glerlistar skrúfaðir en ekki negldir og skornir í réttar lengdir í alla glugga, hurðir og fög. Allur vélbúnaður var mikið endurnýjaður árið 2006 með það að markmiði að auka gæði og nákvæmni vörunnar annars vegar og afköst framleiðslunnar hins vegar. Gluggaframleiðslan hefur staðist prófun hjá Nýsköpunarmiðstöð og er verið að ganga frá CE-merkingu.

Hurðir og gluggar
Kaplahrauni 17
220 Hafnarfjörður
Sími: 565-4123.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ