„Við segjum á hverju ári að flensurnar séu óvenju svæsnar í ár og það er engin breyting á því í vetur,“ segir Svavar Jóhannesson eigandi Lyfsalans í Glæsibæ. Fyrirtæki hans býður upp á ýmsar vörur sem gagnast í baráttunni við pestir sem herja á landsmenn núna á útmánuðum – bæði forvarnir og líka lyf sem lina þjáningar og stytta veikindatímann.
„Það eru komnar nokkrar nýjungar á markaðinn og þar langar mig helst að nefna munnúðann Pre-Cold. Þessu er einfaldlega sprautað upp í munninn og efnið smyr hálsinn og er fyrirbyggjandi gegn kvefi auk þess að stytta veikindatímann. Hér er á ferðinni íslenskt hugvit en munnúðinn er unnin úr þorsk-ensímum,“
segir Svavar en nefnir líka til sögunnar bætiefni sem hafa gagnast fólki undanfarin ár:
„Síðan er það hinn klassíski Sólhattur sem styrkir ónæmiskerfið. Við bjóðum líka ýmsar bætiefnablöndur sem styrkja varnir líkamans gegn umgangspestum, meðal annars blöndur úr ylliberjum (elderberry).“
Það er því ýmislegt í boði sem eykur líkur á að fólk sleppi við pestir en hvað er hægt að gera til að flýta batanum og draga úr einkennum þegar maður er orðinn kvefaður? Þar nefnir Svavar til sögunnar lyfið Therimin. Þetta er duft sem hrært er út í heitt vatn og inniheldur blöndu af parasetamol annars vegar og hins vegar hunangi og sítrónu.
„Þetta mýkir hálsinn og losar um stíflur, auk þess að vera hitalækkandi og verkjastillandi, en fólk lætur sér ekki nægja að drekka vökvann heldur andar líka að sér gufunni,“
segir Svavar. Hann minnir líka á nefúðana sem eru vinsæll bandamaður gegn kvefi og er eðlilegt að sprauta upp í nefið þrisvar á dag en ekki er ráðlegt að nota þau lyf lengur en í fimm til sjö daga í einu.
Þá eru hinar vinsælu íslensku fjallagrasamixtúrur í boði en þær slá vel á flensueinkenni.
Lyfsalinn Glæsibæ er lítið fjölskyldufyrirtæki og hefur verið starfandi í tvö ár en Svavar Jóhannesson er lyfjafræðingur og hefur „er búinn að vera í faginu síðan árið 1999,“ eins og hann orðar það. Segir hann vera mikið að gera í Lyfsalanum og landsmenn hafa tekið fyrirtækinu fagnandi.