fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

„Það er af nógu að taka“

Ingibjörg ritstýrir nýju tísku- og lífsstílstímariti – Reykjavik Fashion & Design gefið út á ensku

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. mars 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er sem sagt nýtt tísku- og lífsstílstímarit þar sem fjallað verður um allt það besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Það sem gerir það sérstakt er að það er skrifað á ensku og er stílað inn á erlenda ferðamenn,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavik Fashion & Design, en fyrsta tölublaðið kom í verslanir fyrir helgi. Ingibjörg segir hugmyndina vera að kynna Reykjavík sem spennandi borg, vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreytilegri menningu. Stefnt er að því að tímaritið komi út ársfjórðungslega.
„Við munum leggja áherslu á vandað efni, viðtöl við hönnuði og tískufrömuði, listamenn, frumkvöðla í matargerð og áhugavert fólk erlent og innlent.“

Vildu stærri markhóp

Þrátt fyrir að blaðið sé aðallega stílað inn á erlenda ferðamenn segir Ingibjörg það vissulega höfða til allra sem hafa áhuga á hönnun og tísku. „Þetta efni á raun við alla. Við vildum bara stækka markhópinn úr 300 þúsund manns í milljón manns, með því að hafa blaðið á ensku. Okkur fannst vanta svona efni á markaðinn og vildum tengja túrismann beint við verslanir með þessum hætti,“ segir Ingibjörg, en það er Sóley ehf. sem gefur tímaritið út.

Hún bætir því að fréttir af útgáfu tímaritsins hafi vakið töluverða athygli og að fjölmörg fyrirtæki hafi verið áhugasöm um að vera með. En blaðið verður að finna í öllum „goodie bags“ á HönnunarMars, fyrir bloggara og fjölmiðla sem sækja hátíðina að utan. Þá stefnir Reykjavik Fashion & Design á dreifingu erlendis í takmörkuðu upplagi.

Nýja tímaritið er komið í sölu á helstu blaðsölustöðum landsins.
Fyrsta tölublaðið Nýja tímaritið er komið í sölu á helstu blaðsölustöðum landsins.

Í gönguferð um Grandann

Í fyrsta tölublaðinu er töluvert fjallað um svæðið úti á Granda sem orðið er ansi líflegt með verslanir, veitingastaði og gallerí. „Það er mikil gróska á Grandanum. Það eru margir hönnuðir sem hafa verið að festa rætur þar og koma sér upp stúdíói. Sem og tónlistarmenn. Sigur Rós og Hjaltalín eru til dæmis með stúdíó á þessu svæði. Svo er matarmenningin auðvitað líka fjölbreytt. Við tökum eiginlega göngutúr um Grandann og stoppum á skemmtilegum stöðum.“ Forsíðu fyrsta tölublaðsins prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir sem hannar og þróar húðvörur undir nafninu Skinboss.

Margir að gera frábæra hluti

Aðspurð hvort hún telji nógu mikið að gerast í íslenskri hönnun og tísku til að hægt sé að fylla fjögur tölublöð á ári eingöngu með umfjöllun um slíkt efni, segir Ingibjörg það svo sannarlega vera. „Það er af nógu að taka. Það er svo mikið af flottu fólki á Íslandi sem er að gera frábæra hluti sem gaman er að varpa ljósi á. Okkur langar að draga frá sýningartjöldin fyrir ferðamennina og sýna þeim hvað er að gerast.“

Ingibjörgu til halds og trausts við að skrifa efni í tímaritið eru bæði bandarískir og breskir blaðamenn búsettir hér á landi, en þeir eru vel tengdir inn í íslensku tísku- og hönnunarsenuna. „Ég ritstýri auðvitað efninu en þeir eru frábærir í því sem þeir gera og þetta er afskaplega skemmtilegt,“ segir Ingibjörg að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“