fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
FókusKynning

Leiðandi merki í rafmagnsverkfærum

Kynning

Fossberg kynnir nýjungar frá Metabo á Verk og vit

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. mars 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem kaupa rafmagnsverkfæri leita gjarnan eftir traustu og grónu merki jafnframt því að sækjast eftir nýjungum og framförum. Þýski framleiðandinn Metabo sameinar þetta tvennt. Fyrirtækið hóf framleiðslu á borvélum árið 1923 og verkfæri frá Metabo hafa verið áberandi á íslenskum markaði í marga áratugi. En auk þess er Metabo ávallt leiðandi í nýjungum og kynnir nú nýjung í rafhlöðutækni, LiHD®, sem veitir bæði mun lengri endingu og miklu meiri kraft við notkun verkfæranna.

Fossberg er söluaðili Metabo á Íslandi og leggur sérstaka áherslu á verkfærin frá Metabo á sýningunni Verk og vit sem haldin verður í Laugardalshöllinni dagana 3.–6. mars en þema sýningarinnar er: Íslenskur byggingariðnaður, skipulagsmál og mannvirkjagerð.

Rafhlöðuverkfærin frá Metabo sem Fossberg kynnir á sýningunni – til dæmis borvélar, höggvélar, skrúfvélar, brotvélar og slípirokkar – eru knúin hinni nýju LiHD®-rafhlöðu frá Metabo. Hún endist 87% lengur en hefðbundnar rafhlöður í rafmagnsverkfærum og veitir auk þess 67% meiri kraft í hverri aðgerð því hún hún hefur til að bera stærri leiðnibrautir sem þola meiri rafstraum.

Metabo er stytting á heiti fyrstu borvélarinnar sem Albrecht Schnizler bjó til í bakherbergi í bakaríi foreldra sinna og kallaði Metalbohrdreher sem þýðir bókstaflega „járnbors„snúari““.

Sem fyrr segir hefur Metabo ávallt verið leiðandi í tækninýjungum á þessu sviði, ekki síst í þróun rafhlöðutækni. En Metabo er ekki síður brautryðjandi í hönnun og fyrirtækið hefur hlotið margs konar verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun á rafmagnstækjum sínum. Gott dæmi um þetta er smellupatrónan á tækjum í PowerMaxx-línunni sem eru smágerðar en afar öflugar borvélar. Hægt er að smella patrónunni af með einu handtaki sem kemur sér vel þegar unnið er í mjög þröngu rými. 1/4″ bitafesting er í öxlinum þegar patrónan er tekin af.

Ástæða er til að hvetja notendur handverkfæra til að kynna sér úrvalið og nýjungarnar frá Metabo á svæði Fossbergs á sýningunni Verk og vit, sem eins og fyrr segir er haldin í Laugardalshöllinni dagana 3.–6. mars – frá fimmtudegi til sunnudags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“