fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Rafiðnaðarsamband Íslands

Kynning

Mikil eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafiðnaðarsamband Íslands er landssamband stéttarfélaga rafiðnaðarmanna og var stofnað árið 1970 af 400 félagsmönnum. Í dag er heildarfjöldi félagsmanna hins vegar orðinn um 5.500 og skiptast í átta aðildarfélög. Fjölmennastir eru rafvirkjar eða um 1.900, þá tæknifólk í rafiðnaði um 1.200, rafeindavirkjar eru um 900 og símamenn um 800. Um 400 eru í landshlutafélögum og sýningarstjórar kvikmyndahúsa eru um 30.

Sambandið er starfsgreinasamband sem í eru launþegar sem starfa í rafiðn og tæknigreinum, hvort sem þeir hafa löggilt sveinspróf eða ekki.

Daglegur rekstur er í höndum skrifstofu sambandsins ásamt umsjón eigna og sjóða. Rafiðnaðarsambandið annast gerð kjarasamninga fyrir aðildarfélög sín.

Starfsemi sambandsins felst í að gæta hagsmuna félagsmanna og fjölskyldna þeirra.

RSÍ-Ung

Innan Rafiðnaðarsambandsins starfar ungliðahreyfing sem hefur það hlutverk að skipuleggja og halda utan um ýmsa viðburði, námskeið og kynningar sem sérstaklega eru hugsuð fyrir yngri félaga sambandsins.

Rafiðnaðarskólinn

Rafiðnaðarskólinn er í eigu RSÍ (Rafiðnaðarsamband Íslands) og SART (Samtök rafverktaka). Rafiðnaðarmenn hafa byggt upp og rekið umfangsmikið eftirmenntunarkerfi síðan 1975.

Jens Heiðar Ragnarsson, fræðslufulltrúi Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, segir að eftirmenntunarnefndir rafiðna og rafeindavirkja hafi stofnað Rafiðnaðarskólann 20. september 1985:

„Lengst af báru nefndirnar ábyrgð á fræðslustarfinu en árið 1993 var formlega stofnað til skólanefndar Rafiðnaðarskólans sem bar þá ábyrgð á starfseminni. Árið 2004 var svo rekstri skólans breytt í hlutafélagið Rafiðnaðarskólinn ehf. þar sem hluthafar eru tveir; RSÍ og SART, hvor um sig með 50% hlut.
Rafiðnaðarskólinn var fyrst til húsa í Skipholti, flutti svo árið 1989 í Skeifuna en í desember 2009 flutti hann á Stórhöfða 27 á 3. hæð. Fyrsta hæð hússins bættist síðan við haustið 2010 og var hún innréttuð sérstaklega með starfsemi skólans í huga,“
segir Jens Heiðar.

Hann bendir á heimasíðu skólans en skólinn er nýbúinn að taka í notkun nýja og endurbætta heimasíðu sem styður aðgengi úr öllum snjalltækjum sem og hefðbundnum tölvubúnaði sem gerir rafiðnaðarmönnum auðveldara að skoða framboð og skrá þátttöku á námskeið.

„Skólinn er eftirmenntunar- og meistaraskóli rafiðnaðarins og er mikið framboð af eftirmenntunarnámskeiðum hvort sem félagsmenn vilja rifja upp, bæta við sig eða ná tökum á nýjustu tækni,“ segir hann.

„Endurmenntun sem tekur mið af þörfum tæknistarfa innan skapandi greina og fjölmiðla er dæmi um nýjungar í starfi skólans. Rafiðnaðarskólinn sér um og kennir faghluta meistaranáms rafiðnar.“

Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins

Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins er rekin líkt og Rafiðnaðarskólinn af RSÍ og SART. Verkefni hennar eru margvísleg en hún heldur sveinspróf í rafiðngreinum, gerir námssamninga, stendur fyrir kynningum í grunnskólum og fjallar um öll menntamál í rafiðngreinum.

„Einnig heldur hún utan um raunfærnimat í rafiðn og tæknigreinum og eru nýjar leiðir í þróun,“ segir Jens og útskýrir að FSR haldi einnig úti www.rafbok.is sem er heimasíða ætluð bæði nemum í rafiðngreinum jafnt og öllum rafiðnaðarmönnum sem sem starfa í rafiðnaði.

„Á síðunni er boðið upp á stóran hluta af því námsefni sem nemar í rafiðngreinum þurfa við sitt nám og er stöðugt verið að bæta við efni. Markmiðið er að allt námsefni í rafiðngreinum verði komið inn á vefinn í framtíðinni. Mikill metnaður er fyrir verkefninu en allt efni á vefnum stendur rafiðnaðarmönnum til boða endurgjaldslaust.“

Mikil eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum

Fyrir þá sem vilja kynna sér rafiðnaðinn í heild sinni og kynna sér möguleikana þá rekur Rafiðnaðarsambandið kynningarsíðu sem heitir www.straumlina.is en á henni er hægt að skoða hverja rafiðngrein, lengd náms og helstu viðfangsefni. Einnig er hægt að skoða áframhaldandi möguleika milli rafiðngreina og endurmenntunar. Í dag er mikil eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum og tækifærin óþrjótandi, möguleikarnir endalausir í skemmtilegum og áhugaverðum störfum.

Skrifstofa Rafiðnaðarsambands Íslands, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Opið virka daga frá 9.00–16.00, sími: 580-5200, fax: 580-5220. www.rsi@rafis.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni